Í áfanganum er fjallað um form, hlutföll, mismunandi sjónræn áhrif, áhrifamátt og samsetningar lita. Markmið áfangans er að nemendur nái dýpri skilningi og þjálfun í formfræði, myndbyggingu og rýmisskynjun og átti sig á hvernig þessir þættir eru nýttir í listgreinum og margvíslegri hönnun, prent- og netmiðlum, vefsíðum, kvikmynda- og auglýsingagerð. Áhersla er lögð á byggja upp handhæga þekkingu og reynslu og að þróa persónulega hæfileika og hugmyndaauðgi í ferlinu. Stefnt er að því að auka skilning nemenda á miðlun, áróðri, auglýsingasálfræði, siðferði í auglýsingum, táknfræði, markaðssetningu, ímyndarsköpun, tísku, hugverka- og höfundarrétti. Verkefni nemenda byggja því að tengja saman hugmyndir, tilraunir og þekkingu við raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu og skoða atvinnutækifæri á þessum vettvangi. Nemendum sem ætla að fara í hönnun, tölvunarfræði, verkfræði, byggingarlist, kvikmyndagerð og myndlist nýtist vel efni áfangans.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi myndbyggingar, formfræði og rýmisskynjun í allri hönnun, sjónlistum, kvikmyndum og margmiðlun
gildi hönnunar og sjónlista í atvinnulífinu
sterkum hliðum sínum til að nýta sér í listsköpun, hönnun og margs konar hugmyndasmíði
leiðum til að afla sér þekkingar og geti tjáð skilning sinn og rökstutt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta sér grunnþjálfun í tækni, verklagi, skapandi aðferðum
skipuleggja verkferli frá hugmynd til lokaafurðar
greina eigin verk og verk annarra útfrá hugmyndum formfræðinnar
vinna óhlutbundið með form, línur, fleti, áferð, mynstur o.fl. á tvívíðan flöt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um listsköpun
sýna frumkvæði, sjálfstæði, og skapandi nálgun við þróun hugmynda
vinna með byggingu myndflatar og „rými“ á frjóan og persónulegan hátt
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá