Saga fjölmiðlunar er kynnt og fjallað er um margvísleg áhrif fjölmiðla á samfélagið og hlutverk þeirra í félagsmótun einstaklinga. Lögð er áhersla á fjölbreytt og skapandi verkefni þar sem nemendur vinna sitt eigið fjölmiðlaefni í samhengi við ólíkar gerðir miðlunar. Einnig að nemendur séu færir um að greina áhrif fjölmiðla og tileinki sér aðferðir við frétta- og greinaskrif. Varpað er ljósi á ólík störf og fjölbreytta starfsmöguleika innan fjölmiðla og fjölmiðlafyrirtæki heimsótt. Fjallað er um aukið vægi samfélagsmiðla í fjölmiðlum í dag sbr. facebook, twitter og youtube og rætt um möguleg áhrif þess og afleiðingar.
FELV1SF06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hlutverki fjölmiðla í samfélaginu og þeim öflum sem móta þá
meginþáttum í sögu fjölmiðlunar á Íslandi
hvernig fréttir verða til og hvernig fjölmiðlafólk meðhöndlar þær upplýsingar sem valdar eru til birtingar
þætti fjölmiðla í félagsmótun einstaklinga og áhrifum þeirra á sjálfsmynd einstaklinga, viðhorf og hegðun
hlutverki fjölmiðla sem „fjórða valdið“
mikilvægum lögum og reglum um starfsemi fjölmiðla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita gagnrýninni hugsun gagnvart efni fjölmiðla
greina á milli hlutlægs og hlutdrægs fréttaflutnings
setja fram eigið efni með tilliti til ólíkra fjölmiðla
setja fram niðurstöður á fjölbreyttan hátt
beita ákveðnum aðferðum við frétta- og greinaskrif og kunni skil á ýmsum aðferðum viðtalstækni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leggja eigið mat á boðskap og efni fjölmiðla
meta siðferðisleg álitamál út frá opinberum reglum um fjölmiðla
afla heimilda eftir ýmsum leiðum og setja fram eigið efni í samhengi við ólíkar tegundir fjölmiðla
geta tekið þátt í umræðum og skoðanaskiptum með jafningjum um fjölmiðla, áhrif þeirra og hlutverk í samfélaginu
Áfanginn er símats áfangi.
Þekkingin er metin með hlutaprófum og fjölbreyttri verkefnavinnu sem að mestu leyti er unnin í kennslustundum.
Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við heimildaöflun, skilningi á viðfangsefninu og því hvernig nemandi tileinar sér aðferðir við framsetningu fjölmiðlaefnis.
Hæfnin er metin úr frá þátttöku, skoðanaskiptum og rökræðu við jafninga og kennara. Ásamt færni í því að leggja mat á stöðu og efni fjölmiðla.