Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430925895.13

  Eðlisfræði 1
  EÐLI2GR05
  47
  eðlisfræði
  grunnáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Markmið áfangans er að nemendur kynnist ýmsum grunnatriðum í eðlisfræði. Farið verður í útreikninga og mælingar í eðlisfræði, einfalda hreyfifræði, kraftfræði Newtons, skriðþunga, þrýsting, varðveislu orkunnar og ljósgeislafræði. Gert er ráð fyrir þessari grunnhæfni í framhaldsáföngum í eðlisfræði. Lausnir á dæmum og útreikningar sem tengjast eðlisfræði skipa stóran sess í áfanganum. Í verkefnavinnu er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúla. Auk styttri verkefna er lögð áhersla á að nemandinn kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með tilraunum.
  NÁTT1EV05 (NÁT1A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu lögmálum og jöfnum sem tengjast grunnatriðum eðlisfræðinnar.
  • þeim aðferðum sem nauðsynlegt er að tileinka sér til að ná árangri í frekara námi í eðlisfræði.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leysa á skipulegan og skýran hátt verkefni sem tengjast þekkingarviðmiðunum áfangans.
  • leiða út einfaldar jöfnur.
  • greina á skipulegan og skýran hátt frá þekkingaratriðum áfangans.
  • gera einfaldar tilraunir sem tengjast þekkingarmarkmiðunum.
  • fylgja leiðbeiningum við framkvæmd verklegra æfinga og framkvæma þær á ábyrgan og skipulegan hátt.
  • halda utan um rannsóknargögn á ábyrgan og skipulagðan hátt.
  • vinna skipulega og skynsamlega úr rannsóknargögnum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fjalla um og vinna með grunnatriði eðlisfræðinnar á skýran og skipulegan hátt sem metið er með skriflegum prófum og vinnubók.
  • sjá samhengið milli ólíkra þátta í námsefninu, rökstyðja skoðanir/niðurstöður og draga ályktanir á gagnrýninn hátt sem metið er með skriflegum prófum.
  • lesa sér til gagns texta, tákn, jöfnur og myndir sem tengjast náminu sem metið er með skriflegum prófum og vinnubók.
  • sýna ábyrgð, virkni, frumkvæði, sjálfstæði og skipulagningu í námi sem metið er með vinnubók, mætingu, ástundun í kennslustundum og sjálfstæðri verkefnavinnu.
  Námsmat byggir á ástundun nemenda sem metin er með tímasókn, ástundun í kennslustundum, sjálfstæðri verkefnavinnu og vinnubók. Einnig byggir námsmatið á skriflegum prófum.