Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430926704.62

  Almenn stjörnufræði
  STJÖ2AH05
  4
  stjörnufræði
  Almenn stjörnufræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er fjallað um stjörnufræði sem fræðigrein og gerð grein fyrir sögu hennar. Farið er yfir kenningar um upphaf, uppbyggingu og þróun alheimsins með áherslu á sólkerfið, bæði innri og ytri reikistjörnurnar, loftsteina og halastjörnur og aðferðir til rannsókna á þeim. Nemendur vinna með kenningar um uppruna efnisins, þróun fastastjarna og gerð og myndun svarthola. Þá er fjallað um rannsóknaráætlanir og nýjustu uppgötvanir og möguleika á sviði geimferða og rannsókna. Áhersla er lögð á verkefnavinnu, athuganir og tilraunir, stjörnuskoðun, kortalestur og nýtingu upplýsingatækni.
  NÁTT2JA05 (NÁT2B05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunndráttunum í sögu stjörnufræðinnar.
  • helstu hugtökum og heitum í stjörnufræði.
  • uppruna, uppbyggingu og þróun alheimsins.
  • þróun mismunandi fastastjarna frá fæðingu til endaloka.
  • myndun og þróun sólkerfisins og stöðu jarðar innan þess.
  • möguleikum og aðferðum stjörnufræðinga til að rannsaka fyrirbæri í alheiminum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • segja frá þróun stjörnufræðinnar og helstu nútímaaðferðum til að rannsaka fyrirbæri alheimsins.
  • beita algengustu hugtökum og heitum í stjörnufræði í umfjöllun um alheiminn og sólkerfið.
  • gera grein fyrir upphafi, uppbyggingu og þróun alheimsins og helstu fyrirbæra sem þar finnast.
  • nota stjörnukort, litla stjörnusjónauka og hugbúnað til stjörnuskoðunar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina og segja frá helstu fyrirbærum sem sjást á stjörnuhimninum bæði með berum augum og í litlum stjörnusjónaukum sem metið er með athugunum, dagbókum, kynningum, verkefnum og skriflegu prófi.
  • segja frá helstu kenningum um uppruna, uppbyggingu og þróun alheimsins og sólkerfisins sem metið er með kynningum, verkefnum og skriflegu prófi.
  • segja frá sólinni, reikistjörnum, loftsteinum og halastjörnum í okkar sólkerfi og könnun þess sem metið er með kynningum, verkefnum og skriflegu prófi.
  • fylgjast með könnun alheimsins og nýjum hugmyndum um tilurð hans, gerð og þróun sem metið er með verkefnum, kynningum og skriflegu prófi.
  Lögð er áhersla á verkefnavinnu, athuganir og tilraunir, stjörnuskoðun, stjörnukortalestur og nýtingu upplýsingatækni, s.s. stjörnufræðiforrita og líkana. Einnig er notað leiðsagnarmat og próf.