Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim. Unnið með einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu. Farið verður í undirstöðuatriði líkindareiknings og rökfræði. Unnið er að hluta til með tölvuforrit við úrlausn dæma.
STÆR2FJ05 eða STÆR2TS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðuhugtökum lýsandi tölfræði
undirstöðuhugtökum rökfræði
einkennistölum fyrir gagnasöfn og dreifingar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með undirstöðuhugtök lýsandi tölfræði
vinna með líkindahugtakið
vinna með normaldreifð gögn
setja fram og rökstyðja niðurstöður sínar með skýrum hætti
nota tölvuforrit við lausn viðfangsefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
klæða yrt verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa og túlka lausnina
beita skipulögðum aðferðum á gagnrýnin hátt við lausn þrauta og verkefna
geta skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt á viðeigandi hátt
geta unnið með merkingu og tengsl hugtaka í tölfræði, rökfræði og líkindafræði
fylgja og skilja röksemdafærslur í mæltu máli og í texta
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og velja aðferð við hæfi
geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði sem birtast m.a. í fjölmiðlum hvort sem þær eru setta fram í töluðu eða rituðu máli eða í töflum
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir hlutapróf og verkefni. Lokapróf er í áfanganum.