Áfanginn fjallar um stríðsátök í sögunni, orsakir stríða, afleiðingar þeirra, hugmyndafræði stríðs sem leið að markmiðum og friðarferli að stríði loknu. Fjallað verður um ýmsar tegundir stríða, s.s ný og gömul stríð, stríð gegn hryðjuverkum, þjóðernishreinsanir, þverþjóðleg stríð og fleira. Farið verður yfir helstu stríðsátök sögunnar, breytingar á stríðsaðferðum og vopnum og hvernig stríð hafa breyst í gegnum söguna. Sjónum verður beint að konum í stríði, andófi gegn stríði, vopnasölu og fjöldamorðum í stríðum.
SAGA2MS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu stríðsátaka
hernaðartækni og þróun hennar
helstu tegundum stríða
afleiðingum stríða
friðarferli að stríði loknu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina hvað liggur að baki stríðum
greina milli ólíkra stríðsátaka
fást við frumheimildir og greina þær
vinna með heimildir í APA kerfinu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina orsakir og afleiðingar stríðsaátaka ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
tengja saman stríðsátök og stjórnmál ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
velta fyrir sér málstað stríðs, getur stríð verið réttlætanlegt? ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum
reyna að greina á milli áróðurs og staðreynda, sbr. ,,fyrsta fórnarlamb stríðs er sannleikurinn” ...sem er metið með... verkefnum, prófum og ritgerðum