Lokaverkefni er raunverkefni unnið út frá áhugasviði hvers og eins. Viðfangsefni nemenda geta tengst ákvörðunum þeirra um val á framhaldsnámi eða innan atvinnulífsins. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að hönnunarverkefni í formi nýsköpunar á hlut, verki, vöru eða þjónustu m.a. í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og ráðgjafa úr atvinnulífinu. Nemendur skila vandaðri hugmyndavinnu, fylgja skipulögðu vinnuferli í formi hugmynda- og vinnumöppu auk skýrslugerðar (viðskiptaáætlunar). Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda. Nemendur þurfa að geta skilgreint markhóp fyrir vöru og/eða þjónustu, fjármagna verk sitt, markaðssetja, framleiða og selja. Lokamarkmiðið er að taka þátt í samkeppnum, sýningum og halda kynningar. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við kennara skólans
HÖNN2HA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að velja form og lit, efni og aðferð og rökstutt valið við hæfi
að vinna með nýsköpun á hlut, verki, vöru eða þjónustu
samspili markaðssetningar, hönnunar, framleiðslu og sölu
hvernig hönnun, framleiðsla og markaðssetning og sala helst í hendur
að geta raungert hugmynd frá fyrstu hugdettu að lokaafurð
gildi upplýsingaöflunar fyrir markaðs- og viðskiptaáætlanir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verkefnaval
leita til ráðgjafa og afla sér viðbótarþekkingar utan skólans
þróa og endurmeta hugmyndir eða framleiðslu á öllum stigum vinnuferlisins
hafa frumkvæði og kunnáttu til að velja „verkfæri“ og aðferðir í samræmi við verkefni
nýta sér fagleg og skapandi vinnubrögð
greina verkþætti og setja fram vinnulýsingu og kostnaðaráætlun
koma viðskiptahugmynd á framfæri og hefja sölu
taka þátt í kynningu, samkeppni og sýningu
geta fært rök fyrir gildi afurðar
setja fram markaðs- og viðskiptaáætlun
nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna sjálfstætt að hönnunarverkefni
stofna, fjármagna og reka eigið „fyrirtæki“
markaðssetja afurðina og hefja sölu
Ástundun, vinnu-og hugmyndamappa, viðskipta- og markaðsáætlun, lokakynning, samkeppni, sýning og lokaskýrsla.