Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430930719.95

  Grunnáfangi
  MÁLV2GR05
  2
  málverk
  grunnáfangi
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur læra að vinna á markvissan hátt með vatnsliti og akrýlliti. Farið verður dýpra í litafræði og blöndun lita en gert var í LITA2MT05 og nemendur þjálfa málun út frá breytilegum tónum, blæ og ljósmagni, m.a. með að vinna tvívíð óhlutbundin verk með áherslu á form, liti og myndbyggingu. Nemendur mála því næst tvívíð verk eftir fyrirmyndum, hlutum, manneskjum og umhverfi og styðjast einnig við eigin skissur og hugmyndir til að túlka málverk á persónulegan hátt. Nemendur skoða verk innlendra og erlendra listamanna sem vinna með málverk og þjálfast í að greina verk þeirra með tilliti til litanotkunar og vægi litarins í myndbyggingu. Íslenskir listmálarar verða kynntir, bæði í tímum og með sýningaferðum
  TEIK1GR05 og LITA1LT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunntækni við vatnslita- og akrýlmálun
  • hvernig málverk breytist út frá breytingum í tónum, blæ, ljósmagni og myndbyggingu
  • hvernig myndlistarmenn vinna undirbúningsvinnu fyrir endanlegt málverk og hvernig þeir nota þætti eins og mismunandi pensilskrift og litaskala til að sýna dýpt í mynd og mismunandi myndbyggingu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • mála með vatnslitum eftir mismunandi fyrirmyndum
  • mála með akrýllitum eftir mismunandi fyrirmyndum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • mála verk með vatnslitum og akrýllitum bæði eftir fyrirmyndum og eigin skissum og hugmyndaheimi ...sem er metið með... málverkum
  • nota verk listamanna sem innblástur í gerð eigin málverka ...sem er metið með... verkefnum og málverkum
  • greina hvernig ýmsir myndlistarmenn vinna með litina í málverkum sínum ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
  Símat þar sem öll verkefni nemenda, verkleg og skrifleg, verða metin með tilliti til tækni, fagurfræði, vinnusemi, vinnubragða og hvernig nemandi tekur tilsögn kennara.