Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430930819.2

  Grunnáfangi
  SKÚL2GR05
  2
  skúlptúr
  grunnáfangi
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum verða unnin þrívíð myndverk. Nemendur fá kennslu í þrívíddarformfræði. Unnið verður með ýmis efni s.s. leir, gifs og pappa. Nemendur læra ýmisskonar tækni við mótun og afsteypu. Nemendur læra að nýta sér þrívíddarteikniforrit og einfalda líkanagerð við vinnslu og framsetningu hugmynda sinna. Nemendur vinna markvisst í hugmyndabanka og skrá niður hugmyndir og tilraunir sem sýna vinnuferlið. Nemendur fá þjálfun í að ræða um og gagnrýna verk sín og annarra nemenda. Nemendur fara með kennara og á eigin vegum á sýningar sem tengjast efni áfangans og skila umfjöllun um þær. Íslenskir listamenn sem vinna verk með þeirri tækni sem kennd er í áfanganum verða kynntir.
  TEIK1GR05 og LITA1LT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • eiginleikum mismunandi efna til skúlptúrgerðar
  • mismunandi aðferðum við skúlptúrgerð
  • líkanagerð
  • þrívíddarteikniforriti
  • starfi íslenskra myndlistarmanna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • byggja upp verk í þrívídd
  • nota mismunandi efni til skúlptúrgerðar
  • móta, setja saman og taka afsteypu af skúlptúrum
  • nýta sér þrívíddarforrit og líkanagerð við hugmyndavinnu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skapa þrívíð myndverk sem eru áhugaverð og persónuleg ...sem er metið með... verkefnum
  • fjalla um hugmyndalegan og verklegan bakgrunn verka sinna ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
  • taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
  Símat þar sem öll verkefni nemenda, verkleg og skrifleg, verða metin með tilliti til tækni, fagurfræði, vinnusemi, vinnubragða og hvernig nemandi tekur tilsögn kennara