Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430931226.62

    Hornaföll og vigrar
    STÆR3HV05
    80
    stærðfræði
    hornaföll, vigrar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Unnið er með hornaföll, tengsl algebru og rúmfræði í hnitakerfi, keilusnið, vigra og yrðingarökfræði.
    STÆR2FJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum yrðingarökfræði
    • hornafræði þríhyrninga
    • lotubundnum föllum
    • vigurreikningi í sléttum fleti
    • jöfnum hrings og sporbaugs
    • beita hjálpartækjum og forritum við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • draga rökréttar ályktanir af gefnum forsendum
    • beita hornaföllum til lausnar á ýmsum verkefnum
    • leiða út stærðfræðilegar sannanir
    • teikna föll í tvívíðu hnitakerfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skipulögðum aðferðum á gagnrýnin hátt við lausn verkefna
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra á viðeigandi hátt
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
    • gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
    • fylgja og skilja röksemdafærslur í mæltu máli og í texta
    • rekja sannanir í námsefninu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir hlutapróf og verkefni. Lokapróf er í áfanganum.