Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430931495.7

    Nútímaeðlisfræði
    EÐLI3NE05
    38
    eðlisfræði
    nútímaeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum eru nemendur látnir vinna með hugtök og þekkingu úr nútímaeðlisfræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
    EÐLI2BV05 EÐLI2RA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • snúningshreyfingu og kyrrstöðujafnvægi.
    • varmafræði, hita- og kvikfræði.
    • 2. lögmáli Newtons fyrir snúningshreyfingu, lögmálinu um varðveislu hverfiþunga.
    • lögmálum Boyls, Charles og Gey-Lussacs og (kjör)gaslögmálinu (ástandsjöfnu gass).
    • takmörkuðu afstæðiskenningunni, tímalengingu og lengdarsamdrátti.
    • lögmálinu um varðveislu orkunnar, fyrstu og annarri frumhæfingu takmörkuðu.
    • afstæðiskenningarinnar og tengslum massa og orku.
    • óvissulögmál Heisenbergs og skömmtun orku í atómum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með tölur og vigra í eðlisfræði og í vísindalegum vinnubrögðum.
    • beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi.
    • leiða út með rökrænum hætti jöfnu fyrir sambandi stærða frá gefnum forsendum.
    • vinna með fjölmæla og ýmsa rafhluti við að framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum þeirra, m.a. með tölvuforritum.
    • setja fram eðlisfræðilegt umfjöllunarefni á skýran og markvissan hátt í ræðu og riti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
    • nota námsefni og gögn á markvissan hátt.
    • yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum til að auðvelda námið.
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar.
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar.
    Verkefni og próf.