Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430948053.57

    FabLab
    FABL2FL05(FB)
    1
    Stafræn hönnun
    Tölvuteikniforrit, laser- og vínilskerar og þrívíddarprentari
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Að kynnast möguleikum starfrænnar tækni, frjáls hugbúnaðar, Fab Lab smiðju og að geta notað tækni 21. aldarinnar með starfrænum framleiðsluaðferðum. Nemendur kynnast áhöldum smiðjunnar í gegnum verkefni sem boðið er upp á. Kennt er á frí tvívíddar og þrívíddar teikniforrit sem henta fyrir hönnun og auka nýsköpun. Verkefni eru síðan framkvæmd í tölvustýrðum laserskera, vínylskera og þrívíddar prentara. Nemandinn öðlast færni til að virkja sköpunarkraft sinn og koma þeirri þróun í framkvæmd í FabLab-smiðju.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • FabLab-smiðju
    • stafrænni framleiðslutækni
    • tvívíddar og þrívíddarhönnun, teikningum
    • frjálsum hugbúnaði fyrir tvívíddar- og þrvíddarhönnun
    • hönnun og framleiðsluferli á 21. öldinni
    • 3D prentara
    • vínylskera
    • hitapressu
    • 3D skönnun
    • 3D prentara
    • skrásetningu á ferli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp frjálsan hugbúnað
    • nota stafrænan tækjabúnað við hönnun
    • útbúa rafræn skjöl fyrir vélar í Fab Lab
    • nota laserskurðartæki við hönnun
    • nota vínylskera og hitapressu
    • skanna í 3D og prenta í þrívíddarprentara
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta sett upp hugbúnað fyrir stafræna hönnun
    • geta notað 3D skanna, vínylskera, laserskera og 3D prentara í hönnun
    • lesa og vinna eftir leiðbeiningum
    • þróa hugmyndir sjálfstætt og undir leiðsögn
    • skrá ferli, meta og rökstyðja vinnu sína
    • geta hannað, teiknað og framleitt eigin afurð
    Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggist upp á mati kennara, sjálfsmati nemenda og jafningjamati.Við námsmat er horft til verklags, vandvirkni, frágangs, ígrundunar, rökstuðnings og þátttöku í kynningum á eigin verkum og annarra. Þá er í áfanganum unnið lokaverkefni sem metið er eftir frumleika, notkun grunnreglna, efnisvali og aðferðum.