Spænskunáminu er skipt í erfiðleikastig samkvæmt evrópsku tungumálamöppunni. Í áfanganum er lögð áhersla á samskipti og tjáningu ásamt hinum fjóru þáttum tungumálanáms, samtali, ritun, lestri og hlustun. Í áfanganum hefja nemendur nám í menningu og tungumáli hins spænskumælandi heims. Efni hverrar kennslustundar snýst um almenna hagsmuni og þörf fyrir samskipti, svo sem að hitta fólk, tómstundir, verslun og ferðalög. Ólík svæði hins spænskumælandi heims eru kynnt og nemendur eru hvattir til að bera menninguna saman við sína eigin.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einföldum orðum og orðasamböndum úr daglegu tali
almennum málhljóðum í spænsku máli
tölum, fjölda, kostnaði og tíma
ólíkum löndum og menningum á spænsku málsvæði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja algeng orð og nöfn á spænsku
skilja einfaldar setningar á plakötum, í vörulistum og bæklingum
spyrja og svara einföldum spurningum um þekkt efni
stafa orð á spænsku
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
kynna sálfan sig og aðra
segja hvað klukkan er
innrita sig á hótel
svara og spyrja spurninga um persónulega þætti
eiga einföld samskipti
Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). símat sem byggist á ýmsum munnlegum og skriflegum verkefnum sem unnin eru yfir önnina.