Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431004577.48

    Sálfræði
    SÁLF2IS05(FB)
    48
    sálfræði
    inngangur að sálfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Áfanginn er grunnáfangi í sálfræði og er markmiðið að kynna nemendum fræðigreinina, eðli hennar, sögu og þróun. Markmiðið er að nemendur þekki helstu stefnur, kenningar og frumkvöðla í sálfræði, helstu undirgreinar og hagnýtingu greinarinnar. Skoðaðar eru leiðir sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar manneskjunnar, sjálfsmynd, mannleg samskipti og þróun náinna sambanda. Minnið er tekið fyrir, þrískipting þess og mismunandi minnistækni. Einnig er fjallað um námssálfræði og kynntar viðbragðsskilyrðingar, virkar skilyrðingar og hugrænt nám.
    FELV1SF06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun og sögu sálfræðinnar sem fræðigreinar
    • helstu frumkvöðlum og hugmyndum sem mótað hafa kenningar í sálfræði
    • hagnýtu gildi og helstu undirgreinum sálfræðinnar
    • mannlegum samskiptum og mótunaröflum einstaklinga og hópa út frá kenningum í fræðigreininni
    • minninu og þrískiptingu þess
    • námssálfræði, skilyrðingum og hugrænu námi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
    • skoða eigin hugsun, tilfinningar og viðbrögð út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
    • beita algengustu hugtökum sálfræðinnar skýrt og skilmerkilega
    • beita hugtökum námssálfræðinnar og greina mismunandi námsaðferðir
    • geta tjáð kunnáttu sína bæði á munnlegan og skriflegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera meðvitaður um mótunaráhrif umhverfis á sjálfan sig og aðra
    • gera sér grein fyrir samspili hugsunar, hegðunar og tilfinninga á eigin sjálfsmynd og annarra
    • bæta námstækni og minnistækni sína með aðstoð þeirra aðferða sem kynntar eru í áfanganum
    • geta aflað sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og geta tjáð sig á gagnrýnan hátt um einstaka efnisþætti
    Þekking er metin með rafrænum heimaprófum, tímaprófum, skriflegum verkefnaheftum, einstaklings- og hópverkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningi eigin texta og skilning á lesnum texta. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara og hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna.