Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431007524.44

    Inngangur að félagsvísindum
    FÉLV1IF05
    10
    félagsvísindi
    inngangur að félagsvísindum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að gefa yfirlit yfir viðfangsefni félagsvísinda og hlutverk þeirra sem vísindagreinar. Áfanginn nær yfir félagsfræði, fjölmiðlafræði, kynjafræði og stjórnmálafræði. Áherslan er lög á víxlverkun samfélags og einstaklinga.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægustu félagslegu festum samfélagsins og tilgangi þeirra
    • mikilvægi fjölmiðla og áhrifa þeirra
    • viðfangsefnum sálfræðinnar og helstu kenningum um minnið
    • helstu þáttum íslenska stjórnkerfisins
    • helstu hugtökum félagsvísinda
    • hvað kynjafræði fæst við og hvernig kynjafræðin tengist öðrum greinum félagsvísindanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu hugtökum félagsvísinda
    • skilja áhrif fjölmiðla á skoðanamyndun og hegðun einstaklinga og hópa
    • geta tjáð sig munnlega og skriflega á skilmerkilegan hátt
    • geta áttað sig á hvernig bæta má minni
    • greina helstu innviði íslenskrar stjórnsýslu,störf alþingis og sveitarstjórna
    • greina hlutverk fjölskyldunnar,skólans og annarra helstu stofnana íslensks samfélags
    • þekki og skilji áhrif félagsmótunar á þróun kynhlutverka
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta beitt sjónarhorni félagsvísinda á samfélagsleg málefni ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • geta sett sig í spor annarra og nýtt til þess hugtök úr félagsvísindum ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
    • afla sér upplýsinga um málefni áfangans, greina helstu atriði þeirra og geta hagnýtt sér þau ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • greina valið fjölmiðlaefni með tilliti til markhópa og málefna ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • vera betur meðvitaður um ýmsa samfélagslega og sálræna þætti sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins, svo og á samferðarfólk hans ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • meta málefni líðandi stundar á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... verkefnum,prófum og munnlegri framsögn
    Í áfanganum verður lokapróf. Unnið verður ritunarverkefni í kennslustundum. Nemendur skila ferilmöppu, þar sem unnin verða fjölbreytt verkefni tengd samtímanum og íslensku samfélagi. Þá verða einnig tímaverkefni, bæði skrifleg og munnleg tjáning, þar sem sjónum verður beint að þjóðfélagsumræðunni hverju sinni.