Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431010370.95

  Rekstrarhagfræði 2
  REKH2ME05
  4
  Rekstrarhagfræði
  Markaðsform og einkenni
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er að fjalla um markaðsform og einkenni þeirra. Lýst verður fullkominni samkeppni, fákeppni, einkasölusamkeppni og einokun. Nemendur fá þekkingu á nytjaföllum og þýðingu þeirra í sígildri rekstrarhagfræði. Þeir geti greint markaðsaðstæður í nútímaþjóðfélagi og geti skilgreint samkeppni eða skort á samkeppni. Nemendur geti reiknað einföld dæmi um hámörkun ágóða með diffrun og gert viðeigandi línurit. Greining tekna og kostnaðar er tekin fyrir á stærðfræðilegan hátt. Fjallað er um áhættumat og ákvarðanatöku í samkeppni og kemur leikjafræði þar við sögu. Kennitölur í rekstri fyrirtækja eru reiknaðar út frá gefnum stærðum. Einnig er fjallað um mat á fjárfestingum og núvirðisreikninga. Notkun núvirðishugtaksins er æft með skýringum og dæmum. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi góðs rekstrar fyrirtækja fyrir neytendur og fyrirtæki og samfélagið í heild. Notuð verða hagnýt verkefni til að kynna nemendum vinnubrögð við rekstur fyrirtækja og eðli hinna ýmsu tegunda markaða í nútímaþjóðfélagi.
  REKH2GR05 (HAG2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • starfsumhverfi fyrirtækja.
  • stefnumótun miðað við samkeppnisumhverfi.
  • tekju- og kostnaðargreiningu.
  • grunneinkennum markaða.
  • kennitölum úr rekstri fyrirtækja.
  • helstu aðferðum og hugtökum við mat á arðsemi fjárfestinga.
  • nytjaföllum og jaðarnytjum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina einkenni markaða.
  • finna framleiðslumagn sem gefur mestan hagnað með stærðfræðiútreikningum.
  • takast á við óvissu í samkeppnisumhverfi.
  • reikna arðsemi fjárfestinga með núvirðisútreikningum og finna innra virði fjárfestinga.
  • reikna kennitölur úr rekstri fyrirtækja.
  • teikna nytjaföll.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna við rekstur fyrirtækja og stofnana með góðum árangri og sinna stefnumótun og áætlanagerð sem er metið með verklegum æfingum og munnlegu eða skriflegu prófi.
  • skilgreina samkeppnisumhverfi fyrirtækis og kunna að taka ákvarðanir við óvissuaðstæður, reikna það framleiðslumagn sem gefur mestan hagnað út frá metnu verðfalli, reikna arðsemi fjárfestinga, reikna kennitölur varðandi rekstur fyrirtækja, teikna nytjaföll, setja góð markmið og annast fleiri atriði varðandi rekstur sem viðheldur góðri afkomu fyrirtækis. Þessi atriði eru metin miðað við umræðuþátttöku, verkefni, hlutapróf og munnlegt eða skriflegt próf.
  Tímaverkefni, samstarfsverkefni nemenda yfir önnina, skriflegt og munnlegt próf og ástundun.