Fjallað er um grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarkerfis. Áhersla er lögð á kynningu á lögum og reglum sem tengjast viðskiptalífinu. Áfanginn miðar að því að gefa nemendum innsýn í ýmis lög um samninga og réttindi og skyldur kaupenda og seljenda. Lög um rekstur fyrirtækja verða til umfjöllunar. Einnig lög um kröfurétt. Nemendum eru kynntar nokkrar meginreglur á sviði markaðssetningar, vörumerkja, fjármagnsmarkaðar. Stutt umfjöllun um sifja- og erfðarétt.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
íslensku réttarkerfi og stjórnskipun Íslands.
dómstólum og stjórnsýslu á Íslandi.
meðferð einkamála og opinberra mála.
lögum um samningagerð í verslun og viðskiptum.
lögum um lausafjárkaup.
helstu lagareglum viðskiptalífsins.
lögum um rekstrarform fyrirtækja.
lögum um fjármagnsmarkað.
lögum um vinnumarkað.
gjaldþrotalögum.
lögum um tryggingar og skaðabætur.
lögum um hjúskap og arfskipti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgja gildandi lögum í starfi sinu.
fást við lagaleg álitaefni og ræða lögfræðileg efni við starfandi lögfræðinga.
safna saman staðreyndum í ágreiningsmálum sem upp geta komið í viðskiptum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina einföld lögfræðileg vandamál, búa mál í hendur lögfræðinga og útskýra réttarstöðu viðskiptavina fyrir þeim sem er metið með verkefnum og prófum.
leiðbeina viðskiptavinum um samninga í viðskiptum og útskýra lög um vinnurétt fyrir undirmönnum og samstarfsmönnum sínum sem er metið með verkefnum og prófum.
hjálpa viðskiptavinum í tryggingamálum sem er metið með verkefnum og prófum.