Þessi áfangi miðast við A1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar.
Áfanginn er byrjunaráfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur byggja upp orðaforða um sitt nánasta umhverfi og eru þjálfaðir í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að tjá sig um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, byggi upp orðaforða og noti til þess grunnatriðin í spænskri málfræði. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
grundvallarþáttum spænsks málkerfis: framburði, áherslu og einfaldri setningaskipan
grunnatriðum í spænskri málfræði
spænskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu og siði þjóðanna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja almennt talað mál þegar talað er skýrt og greinilega
lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
nota meginreglur í málfræði
nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita málvenjum við hæfi
segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni, athöfnum og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
skrifa stuttan samfelldan texta t.d. sjálfslýsingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í einföldum samræðum og nota mismunandi kveðjur og samskiptaform eftir aðstæðum
segja frá persónulegum högum sem og einföldum staðreyndum um kunnugleg efni
beita mismunandi aðferðum til að skilja einfalda texta
greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
auka meðvitund um eigin leiðir til að tileinka sér tungumálið
rita spænsku í mjög einföldu formi
miðla efni, sem hann hefur aflað sér þekkingar á, á fjölbreyttan og skapandi hátt, m.a. með notkun upplýsingatækni
• Þekking er metin með lokaprófi, skriflegum könnunum og verkefnum sem bæði eru unnin heima og í kennslustundum.
• Leikni er metin með fjölbreyttum verkefnum og könnunum sem taka mið af færniþáttunum fjórum samkvæmt ETM (tali, hlustun, lestri og ritun).
• Hæfnin er metin í verkefnavinnu samkvæmt markmiðum ETM.
• Lokapróf metur hæfni nemanda til að skilja lesinn og ólesinn texta, grunnatriði í spænskri málfræði sem og ritunarfærni nemanda.