Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431087418.4

  Tungumál 1
  TUNG2ME05
  1
  Tungumál
  Kynning erlendra mála og menningar, þjálfun vinnubragða
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  SB
  Nemandi kynnist þremur erlendum tungumálum, öðrum en ensku og dönsku og þriðja máli viðkomandi. Skoðaðar eru undirstöður tungumálsins og menning þeirra landsvæða þar sem málið er talað. Námið fer fram að hluta til undir handleiðslu kennara, en að miklu leyti í sjálfstæðu námi nemandans og sjálfstæðum vinnubrögðum hans
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum í málkerfi tungumálanna, þ.m.t. ritkerfi
  • menningu helstu málsvæða tungumálanna
  • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja einföldum fyrirmælum á markmálunum
  • lesa mjög einfalda texta á markmálunum sem innihalda algengan orðaforða sem tengjast nemandanum, fjölskyldu, umhverfi, áhugamálum og daglegu lífi
  • taka þátt í mjög einföldum samræðum á markmálunum efni sem hann þekkir
  • hafa góða innsýn í menningu helstu málsvæða markmálanna
  • skipuleggja námsframvindu sína
  • afla sér sjálfur nauðsynlegra upplýsinga og tækja og vinna úr þeim
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja talað mál á markmálunum um kunnuglegt efni ef talað er hægt og skýrt og orðaforði er mjög einfaldur
  • taka þátt í mjög einföldum samræðum á markmálunum
  • kynna sjálfan sig á einfaldan hátt á markmálunum
  • setja sér markmið um námsframvindu, laga sig að breyttum aðstæðum og meta hæfni sína
  • afla sér sjálfur nauðsynlegra upplýsinga og tækja og vinna úr þeim
  Skriflegt og munnlegt mat á málfærni, málnotkun og grunnþáttum í uppbyggingu málsins. Metin eru hópverkefni, ástundun og sjálfstæð vinnubrögð