Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431087839.04

    Þroskasálfræði
    SÁLF3ÞS05(SB)
    35
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    SB
    Þá er helst lögð áhersla á líkamsþroska, vitsmunaþroska, og félags-og tilfinningaþroska og efnið tengt lífi nemenda og samfélagi. Nemendur skulu fá þjálfun í aðferðum við rannsóknir, skrifum rannsóknarskýrslna og almennri heimildavinnu bæði á íslensku og ensku. Viðfangefni er þroski frá getnaði til unglingsára. Einnig má fara í þroskaviðfangsefni frá unglingsárum til öldrunar og taka fyrir álitamál eftir áhuga nemenda
    SÁLF2HS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þroskasviðum mannsins s.s. líkamsþroska, vitsmunaþroska, félags- og tilfinningaþroska
    • kenningum er varða þroska ásamt hugtökum sem þeim tengjast
    • viðfangsefnum, rannsóknaraðferðum og helstu álitamálum þroskasálfræðinnar í samfélaginu
    • áhrifum mismunandi umhverfisáhrifa á þroska barna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sálfræðitexta bæði á íslensku og ensku
    • bera saman kenningar
    • beita helstu hugtökum þroskasálfræðinnar í ræðu og riti og tengja þekkingu sína við samfélagið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig skipulega í ræðu og riti og taka þátt í umræðum um þroskasálfræði
    • geta nýtt sér bæði íslenskar og erlendar heimildir og notað þær á réttan hátt
    • ástunda viðurkennd vinnubrögð og taka ábyrgð á vinnu sinni
    • meta rannsóknarniðurstöður og trúverðugleika heimilda
    Skal vera fjölbreytt og innifela minnst þrjár af þessum aðferðum: Skrifleg próf með krossaspurningum; stuttum og löngum svörum; tímaverkefni, bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni; stærri skrifleg verkefni s.s. heimildaritgerðir, skýrsluverkefni, greinargerðir og lesverkefni; fyrirlestrar eða munnlegar greinagerðir eða kynningar; leiðsagnarmat