Fjallað verður um geðraskanir, svo sem kvíða, þunglyndi, geðklofa, átraskanir og fíkn. Farið í helstu kenningar um orsakir þeirra. Einnig er fjallað um streitu og leiðir til að takast á við hana. Helstu meðferðarform verða tekin fyrir og nemendur prófa hvernig fást má við neikvæðar hugsanir og auka jákvæðar hugsanir. Nemendur vinna heimildarverkefni tengt geðröskunum og þurfa þar að afla heimilda m.a. frá ritrýndum fræðigreinum á ensku. Meginmarkmið áfangans er að nemendur auki þekkingu sína og skilning á geðheilsu og læri að afla sér frekari heimilda á fræðilegan hátt
SÁLF2HS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
geðheilsu og helstu geðröskunum
helstu hugtökum, kenningum og meðferðarformum varðandi geðraskanir
áhrifum eigin hugsana á tilfinningar og upplifanir
helstu orsökum og afleiðingum streitu, og aðferðum til að draga úr streitu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sér til gagns í erlendum og íslenskum fræðiritum
koma þekkingu sinni á framfæri í ræðu og riti
fjalla um og bera saman sálfræðileg hugtök og kenningar
greina helstu flokka geðraskana (sem hafa dæmigerð einkenni fyrir röskunina)
nota heimildir á viðurkenndan hátt
beita streitulosandi aðferðum og þjálfa jákvæðan hugsunarhátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
geta tekið þátt í umræðum um sálfræðileg málefni
afla sér upplýsinga á sjálfstæðan hátt, bæði úr íslenskum og erlendum heimildum
tileinka sér fordómalaus viðhorf
geta unnið í samvinnu við aðra
geta tekið ábyrgð á eigin námi og beitt öguðum vinnubrögðum
gera sér grein fyrir hvernig má stuðla að eigin geðheilbrigði
Skal vera fjölbreytt og nýta a.m.k. 3 af eftirfarandi matsaðferðum: Hlutapróf úr ákveðnum þáttum og /eða lokapróf; stórt verkefni sem krefst heimildavinnu; leiðsagnarmat; einstaklingsverkefni og hópverkefni; munnlegar frásagnir og fyrirlestrar/kynningar