Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431089303.81

  Vistfræði
  LÍFF3VF05(SB)
  32
  líffræði
  vistfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  SB
  Áfanginn veitir heildstæða yfirsýn yfir vistfræði sem fræðigrein, aðferðafræði hennar og viðfangsefni. Lögð er áhersla á sérstöðu Íslands og helstu gerðir vistkerfa sem hér finnast á landi og sjó. Kynntar eru helstu aðferðir sem notaðar eru í vistfræði og kynntar verða rannsóknir í greininni hér á landi. Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu, orkuflæði og efnahringrásir vistkerfa og teknar fyrir kenningar sem lúta að stöðugleika og kviku jafnvægi vistkerfa. Fjallað er um líffræðilegan fjölbreytileika og breytingar á tegundasamsetningu líffélaga, bæði af náttúrulegum orsökum og af völdum manna. Stofnhugtakið er tekið fyrir og skoðaðar helstu mælingaaðferðir og rannsóknir á stofnum. Fjallað er um sjálfbæra nýtingu lífrænna auðlinda og helstu nytjastofna hér við land. Rætt er um aðlögun og hæfni lífvera og áhrif vistfræðilegra þátta á þróun þeirra og atferli. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri verkefnavinnu nemenda í áfanganum sem m.a. krefst vettvangsferða, heimsókna, upplýsingaöflunar og framsetningar ýmissa smærri og stærri verkefna
  SNAT1SN10 og líffræðiáfangi á öðru þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum vistfræðinnar
  • orkuflæði og efnahringrásum vistkerfa
  • áhrifum lífrænna og ólífrænna þátta
  • tengslum lífvera í gegn um fæðukeðjur og fæðuvefi
  • uppbyggingu vistkerfa
  • einkennum ólíkra vistkerfa
  • rannsóknaraðferðum í vistfræði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina lífverur með handbókum og lyklum
  • framkvæma einfaldar tilraunir
  • vinna úr rannsóknarniðurstöðum
  • leita að heimildum sem tengjast viðfangsefninu og vinna með þær
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • draga ályktanir af niðurstöðum tilrauna
  • skila af sér niðurstöðum og túlkun þeirra með skipulögðum hætti, t.d. með skýrslu eða kynningu
  • skrifa vandaða ritgerð um vistfræðileg málefni með góðum stuðningi heimilda
  • tengja vistfræðilega þekkingu sína við daglegt líf og átti sig á ábyrgð sinni
  • taka rökstudda afstöðu til vistfræðilegra málefna
  Námsmat áfangans verður fjölbreytt og mun taka mið af þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Matið gæti t.d. samanstaðið af prófum, mati á verkefnum, t.d. ritgerð, skýrslum og fyrirlestrum nemenda, jafningjamati í hópavinnu, dagbókarskrifum nemenda, mati á virkni og þátttöku í umræðum