Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431090691.14

    Erfðafræði
    LÍFF3ER05
    31
    líffræði
    erfðafræðin
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    SB
    Í áfanganum er fjallað um byggingu og starfsemi gena, umhverfiserfðir og áhrif umhverfis á erfðaefnið, stökkbreytingar og áhrif breytinganna á lífverur, myndun og skipting erfðaefnis í frumum þegar þær skipta sér, muninn á erfðaefni heilkjörnunga, baktería og veira. Kostir og gallar erfðatækninnar eru skoðaðir
    LÍFF2LE05 eða LÍFF2ML05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • genum: mismunandi gerðir gena og samspil gena. Einnig tengsl gena við umritun og þýðingu
    • litningum: afritun litninga og nemandi útskýrt muninn á kynlitningum og almennum litningum
    • stökkbreytingum: hvað getur valdið þeim og mismunandi gerðum stökkbreytinga
    • krabbameini: hvernig þau myndast og af hverju erfitt er að búa til krabbameinslyf
    • litningavíxlun: mismunandi gerðir og áhrif þeirra á arfgerð einstaklinga
    • kynákvörðun lífvera: atviksbundin og erfða háð
    • erfðatækni: kostir og gallar
    • einkennum erfðaefnis mismunandi lífvera
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera saman almenna litninga og kynlitninga
    • meta út frá ættartré hvort gen sé víkjandi eða ríkjandi og sjá muninn á almennum litningi og kynlitningi
    • spá fyrir um mögulega tíðni, arfgerð og svipgerð afkvæma út frá arfgerð foreldra
    • meta hvort tiltekið gen sé banagen
    • geta búið til einfaldar útgáfur af litningavíxlun og sýnt hvernig litningar parast eftir mismunandi litningavíxlanir
    • geta borið saman erfðaefni kjarnafruma og baktería
    • geta útskýrt hvað gerist ef fjöldi litninga í mönnum er ekki „eðlilegur“
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja fréttir og fræðigreinar á sviði erfðafræði
    • mynda sér skoðun á erfðatækni og geti rökstutt hana
    • greina á milli raunveruleika og vísindaskáldskapar
    Námsmat áfangans verður fjölbreytt og mun taka mið af þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Matið gæti t.d. samanstaðið af prófum, mati á verkefnum, t.d. ritgerð, skýrslum og fyrirlestrum nemenda, jafningjamati í hópavinnu, dagbókarskrifum nemenda, mati á virkni og þátttöku í umræðum