Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431358352.27

    skemmtilestur
    DANS3LE05
    13
    danska
    Lestur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn tengist bókalestri. Nemendur velja sér nokkrar danskar bækur og smásögur eftir danska höfunda til að lesa á önninni og velur hver og einn sér lesefni eftir áhugasviði sínu. Nemendur eru ekki endilega með sömu bók og næsti maður. Þeir þurfa síðan að gera grein fyrir sérhverri bók og smásögu sem þeir lesa, bæði með skýrslu, myndbandagerð og munnlega. Stefnt er að því að nemendur verði vel læsir á danska tungu, geti lýst upplifun sinni og rökstutt mál sitt, bæði munnlega og skriflega ásamt því að skilja spurningar frá kennara. Áfanginn tengist læsi í víðum skilningi, því fyrir utan að læra dönskuna fá nemendur innsýn inn í viðhorf Dana og það hvernig þeir haga lífi sínu. Skilningur þeirra á þjóðfélaginu eykst og víðsýnið dafnar. Auk þessa skilja nemendur betur sjálfa sig og aðra því við lesturinn hafa þeir tækifæri til að horfa innávið á gagnrýninn hátt auk þess sem samúð með náunganum og fordómaleysi eykst þar sem þeir fá ýmis tækifæri í gegnum bókmenntirnar til að setja sig í spor annarra. Áfangi þessi byggir á almennum og sérhæfðum orðaforða þannig að orðaforði nemenda ætti að aukast mjög. Sjálfstraust nemenda og færni þeirra eykst í öllum þáttum tungumálsins sem ætti að stuðla að því að þau horfi jákvætt á tungumálanámið og það sem danskt er.
    (DAN1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Danmörku, menningu, siðum og hefðum sem þar ríkja sem og margvíslegri mannlegri hegðun.
    • margskonar bókmenntatexta.
    • munnlegri og skriflegri dönsku og hvernig rýna má í texta og segja frá honum þannig að gagn sé að.
    • samræðum milli fólks þar sem spurningum er svarað skilmerkilega.
    • hvernig nota má skapandi hugsun við lestur bókmenntanna og úrlausn verkefna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa ýmiskonar bókmenntatexta og velta fyrir sér þeirri menningu og siðum (mannlegri hegðun) sem þar koma fram.
    • skrifa samfelldan texta um þær bókmenntir sem hann er að lesa og rökstyðja skoðanir sínar.
    • skilja talað mál um kunnuglegt efni og vera fær um að svara spurningum.
    • segja á gagnrýninn hátt frá upplifun sinni á bókmenntunum sem hann hefur lesið.
    • hugsa sjálfstætt og á skapandi hátt við úrlausn verkefna og lestur bókmennta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fá innsýn í danskan hugsunarhátt, menningu og siði. Þetta verður metið í munnlegum prófum og með skýrslu-/myndbandagerð.
    • lesa og skilja margskonar bókmenntatexta sem metið verður með skýrslu-/myndbandagerð og munnlegum prófum.
    • skilja talað mál sem metið verður með munnlegum prófum.
    • tjá sig bæði munnlega og skriflega um bókmenntir sem hann hefur lesið. Þetta verður metið með skýrslu-/myndbandagerð og munnlegum prófum.
    • beita skapandi vinnubrögðum og þróa með sér sjálfstæði og mannskilning. Þetta verður metið með skýrslu-/myndbandagerð og munnlegum prófum.
    Heimanám nemenda felst í lestri bóka og smásagna. Enn fremur skulu nemendur skila dagbók sem þeir lesa inn og senda til kennara. Þessi munnlega tjáning er metin til einkunnar. Tímasókn nemenda felst í einstaklingsviðtölum við kennara þar sem þeir gera ýtarlega grein fyrir þeim texta sem þeir eru að lesa.