Kvikmyndir og bókmenntir: The dark side of human nature
ENSK3KB05
101
enska
Kvikmyndir, bókmenntir
Samþykkt af skóla
3
5
Í þessum áfanga er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemandans og eru efnistök breytileg frá ári til árs. Viðfangsefni áfangans eru fjölbreytt. Sem dæmi má nefna skapandi skrif, bækur og kvikmyndir, verk eftir ákveðna höfunda, daglegt mál, útgáfa tímarits, gerð myndbanda, tónlist, SAT orðaforða og greinalestur. Þema áfangans er mannleg hegðun og leitað er svara við spurningunni hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til þess að gera heiminn að betri stað.
Lestur og hlustun: Lögð er rík áhersla á lestur bókmennta og fræðigreina og raunverulegra reynslusagna. Hlustun byggist á fjölbreyttu efni sem tengist oft á tíðum þeim bókmennta- og kvikmyndaverkum sem verið er að fjalla um hverju sinni.
Ritun: Áhersla er lögð á skapandi, akademísk og blaðagreinaskrif. Einnig eru nemendur hvattir til þess að nota orðaforðann sem unnið er með í áfanganum markvisst í skrifum sínum. Skapandi skrifin tengjast oftar en ekki bókmenntum og kvikmyndum sem unnið er með yfir önnina.
Tjáning: Gerðar eru kröfur um að nemendur taki virkan þátt í umræðum á ensku í kennslustundum. Nemendur halda fyrirlestra um ýmis málefni sem tengjast þema áfangans, bæði í hópum og sem einstaklingar. Lögð er áhersla á að virkja gagnrýna hugsun nemandans.
Nokkur áhersla er lögð á orðaforða í áfanganum, sérstaklega orðaforða sem þykir mikilvægur fyrir SAT og TOEFL próf.
ENSK2SÖ05 (ENS2B05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem tungmálið er talað.
menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi.
uppruna tungumálsins,útbreiðslu og skyldleika þess við íslenskt mál.
orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.
hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, t.d. mismunandi málsnið.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja vel sérhæfða texta á sviði sem hann þekkir.
skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram.
lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð.
nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum.
geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni, bæði almenn og persónuleg.
beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um námsefnið sem metið er með prófum og verkefnavinnu.
geta lagt gagnrýnið mat á margvíslega texta og koma því frá sér í ræðu og riti sem metið er með prófum, matskvörðum og verkefnavinnu.
tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita stílbrögðum, t.d. myndmáli og líkingamáli og skrifa akademíska texta sem metið er með verkefnavinnu.
tileinka sér og beita orðaforða áfangans í ræðu og riti sem metið er með orðaforðaprófum og ritunarverkefnum.
Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans, svo sem skrifleg og munnleg próf og verkefni.