Farið er í undirstöðuatriði forritunar. Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundnu forritunarmáli. Námið stuðlar að færni þátttakenda í undirstöðuatriðum forritunar s.s. skilyrðissetningum, slaufum, aðferðum og strengjavinnslu. Lögð er áhersla á að þátttakendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nemendur temja sér öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita.
Námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám í forritun. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemanda og skilum á verkefnum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu forrita
skilyrðissetningum
slaufum
texta- og strengjavinnslu
greiningu forrita
hönnun forrita
prófun forrita
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að vinna með grunnskipanir í forritun
vinna með inntak og úttak í forritun
að hanna og forrita á læsilegan hátt
að finna villur í forritum og laga þær
að nota Netið sem hjálpartæki
að setja skýringartexta inn í forrit til að gera það læsilegra
sjálfstæðum vinnubrögðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta unnið með grunnskipanir í forritun
að geta lesið inn texta eða tölur í forrit og unnið með þær og skilað því aftur út á skjáinn þegar úrvinnslu er lokið
nota slaufur og skilyrðissetningar í forritun
Þekking er metin jafnt og þétt yfir tímabilið með verkefnum unnum í tímum og heima og einnig með áfangaprófum.
Leikni er metin út frá vinnubrögðum við uppsetningu-, byggingu-, og frágangi forrita.
Hæfnin er metin í verkefnavinnu og prófum út frá getu nemandans til þess að hanna, setja upp og villugreina forrit. Einnig er hæfnin metin með því að nemandur lesa tilbúin forrit og skýra út hvað forritin gera.