Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431423154.39

  Forritun III
  FORR3MY05(FB)
  1
  forritun
  Myndræn notendaviðmót
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  FB
  Farið er nánar í hönnun og smíði forrita með myndrænum notendaskilum. Haldið er áfram að vinna með strengi, slaufur, fylki, lista og skráarvinnslu. Farið er í hlutbundna forritun. Nemendur fá kynningu á myndrænni framsetningu sem hægt er að nýta til tölvuleikjagerðar. Lögð er mikil áhersla á að nemendur verði sjálfstæðir í vinnubrögðum og að þeir læri að afla sér þekkingar af netinu. Nemendur velja sér sjálfir áhugasvið og afla sér þekkingar innan þess áhugasviðs til þess að geta hannað og búið til flóknari forrit.
  FORR2MY05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hönnun forrita
  • uppsetningu og uppbyggingu forrita
  • hlutbundinni forritun
  • myndrænu notendaviðmóti
  • hvernig vinnutilhögun á forriti fer fram allt frá hugmyndavinnu til lokaafurðar
  • villugreiningu forrita og kunna að bregðast við villunum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að fá hugmyndir að forritum
  • að hanna forrit
  • setja saman langan forritunarkóða
  • búa til myndrænt notendaviðmót
  • afla sér þekkingar á Netinu
  • að finna villur í forritum og laga þær
  • að setja upp forrit á læsilegan hátt með góðum skýringartexta
  • nota öguð og vönduð vinnubrögð
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • búa til aðlaðandi notendaviðmót
  • búa til sinn eign tölvuleik
  • hanna og búa til sitt eigið forrit
  • prófa forrit og finna út hvort það virki eins og ætlast var til
  • bregðast rétt við óvæntum atvikum sem koma upp
  • leita sér hjálpar á réttum stöðum á Netinu
  Þekking er metin með verkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leikni er metin út frá vinnubrögðum, frumleika, sjálfstæði og skilningi á námsefninu. Hæfnin er metin út frá vinnu nemanda yfir önnina. Nemandinn velur sér verkefni sem hann vinnur að alla önnina. Þar þarf hann að nýta sér þá þekkingu sem hann hefur aflað sér í öllum forritunaráföngum sem hann hefur tekið. Verkefnið verður metið jafnt og þétt yfir alla önnina. Það verður brotið niður í nokkra þætti og hver þáttur metinn sérstaklega.