Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431425718.07

  Gagnasafnsfræði II
  GAGN2DB05(FB)
  1
  Gagnasafnsfræði
  Gerð gagnagrunna
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  FB
  Í áfanganum verður kafað dýpra í SQL og farið í gerð gagnagrunna. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun á SQL fyrirspurnamálsins við að setja upp gagnagrunna og að vinna með þá. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur varðandi notkun á gagnagrunnum og SQL fyrirspurnarmálinu. Lögð er rík áhersla á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum.
  GAGN1QU03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvaða tegundir af gögnum eru geymdar í gagnagrunnum og hvaða á netþjónum
  • almennri uppbyggingu á gagnagrunni
  • hvernig á að setja töflur í gagnagrunnum upp í 4NF og 5NF
  • hvernig tengitöflur virka og ástæðunum fyrir notkun þeirra
  • af hverju settar eru atriðaorðaskrár (e. index) á dálka í töflum og hvað maður græðir á því
  • hvernig á að sjá um SQL hýsingar
  • hvernig skal vinna með lykilorð í gagnagrunnum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að vinna með tengitöflur í gagnagrunnum
  • að geyma fjölbreyttar tegundir af gögnum í rétt skilgreindum dálkum í gagnagrunnum
  • að setja atriðaorðaskrár (e. index) og lykla (e. foreign key) í töflur
  • að vinna með flóknar SQL skipanir
  • að geta viðhaldið gagnagrunnum
  • að vinna með lykilorð í gagnagrunni á öruggan hátt
  • sjálfstæðum vinnubrögðum
  • að nota Netið sem hjálpartæki
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja upp stóra gagnagrunna í SQL
  • geta unnið með flóknar aðgerðir í SQL
  • setja atriðaorðaskrár (e. index) á rétta dálka í gagnagrunni
  • setja upp SQL töflur í hærra normal formi en 3NF
  • vita hverju þarf að huga að í kringum SQL hýsingar
  • þekkja öryggisþátt varðandi geymslu á lykilorðum
  • geta nýtt þekkingu sína í SQL til að geta leyst raunveruleg verkefni
  • geta leitað á Netinu að upplýsingum um aðgerðir sem hann skilur ekki
  • vinna sjálfstætt að verkefnum
  Þekking er metin jafnt og þétt yfir tímabilið með verkefnum unnum í tímum og heima, einnig með áfangaprófum og stóru lokaverkefni. Leikni er metin út frá vinnubrögðum við uppsetningu, byggingu og frágang SQL fyrirspurna og gagnagrunna. Hæfnin er metin í verkefnavinnu og prófum út frá getu nemandans til þess að hanna og setja upp gagnagrunna og SQL fyrirspurnir. Einnig er hæfni metin með því að nemendur lesa tilbúinn forritunarkóða og útskýra virknina á bakvið hann.