Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431427203.42

  Kvikmyndir og bókmenntir
  ENSK3LG05
  87
  enska
  Lestur, ritun og tjáning
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum áfanga er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemandans. Áfanginn er breytilegur frá ári til árs. Lestur og hlustun: Lesnar eru þrjár skáldsögur, tvær valdar af kennara og ein kjörbók auk ýmissa greina, helst í tengslum við kvikmyndir og kvikmyndagerð. Hlustað er á fjölbreytt efni, eins og lög, fræðsluefni og ýmiss konar raunefni auk þess sem horft er á myndir sem gerðar eru eftir skáldsögum og efni borið saman. Ritun: Lögð eru fyrir nokkur ritunarverkefni, mismunandi að lengd. Ritun er mikið tengd kvikmyndum. Nemendur skrifa handrit og rökfærsluritgerð sem byggð er á efni skáldsögu sem þeir hafa lesið. Nemendur þjálfast í að rita bókaumfjallanir og fá vikuleg verkefni til að skrifa í dagbækur. Tjáning: Nemendur taka munnleg próf og gera verkefni sem byggjast á efni í tengslum við kvikmyndir og kvikmyndagerð og þeirra eigin reynsluheimi. Prófað er munnlega úr innihaldi skáldsagna. Nemendur halda fyrirlestra um mismunandi kvikmyndagerð, semja og leika í stuttmynd og gera talæfingar í tímum.
  ENSK2SÖ05 (ENS2B05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • kvikmyndagerð og mismunandi stílum.
  • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi.
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi.
  • orðaforða sem tengist kvikmyndum og kvikmyndagerð.
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, t.d. mismunandi málsnið.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa og skilja misflókna texta, svo sem blaðagreinar, bæklinga, lengri skáldsögur með það að markmiði að auka orðaforða sinn og afla upplýsinga.
  • undirbúa og flytja kynningar um valið efni.
  • skrifa texta um margvísleg málefni tengd kvikmyndum.
  • semja handrit á ensku.
  • hlusta á enska tungu og skilja inntak efnisins.
  • semja stuttmynd á ensku, byggða á þekktu ævintýri og leika í henni.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á.
  • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs eða tæknilegs eðlis.
  • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar.
  • beita málinu án meiriháttar vandkvæða til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni.
  • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.
  • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag.
  • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta með röksemdafærslum þar sem fram koma rök með og á móti og þau vegin og metin.
  Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans svo sem skriflegum og munnlegum prófum og verkefnum. Áfanginn er byggður á símati.