Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemandans. Áfanginn er breytilegur frá ári til árs.
Lestur og hlustun: Nemendur lesa fjölda fræðigreina sem tengjast áhugasviði þeirra eða framtíðarfaggrein. Hlustað er á fjölbreytt efni, eins og lög, fræðsluefni og ýmiss konar raunefni sem tengist faggreinum, framkomu, tjáningu og undirbúningi fyrirlestra.
Ritun: Nemendur skrifa nokkur ritunarverkefni, mismunandi að lengd. Ritun er mikið tengd faggreinum. Nemendur þjálfast í ritun dagbóka og fá verkefni til að skrifa í dagbækur frá viku til viku.
Tjáning: Nemendur halda fyrirlestra byggða á eigin rannsóknum á faggrein sem þeir hafa valið. Nemendur taka munnleg próf og gera verkefni sem byggjast oft á efni í tengslum við faggrein en einnig sem byggjast á þeirra eigin reynsluheimi.
Orðaforði: Nemendur auka sértækan orðaforða sinn, byggðan á faggreinum þeirra, auk þess sem farið er í akademískan orðaforða.
ENSK2SÖ05 (ENS2B05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sinnar faggreinar.
innihaldi sinnar faggreinar, kostum hennar og göllum auk undirgreina og hliðargreina.
orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi og auðveldar honum nám í viðkomandi grein.
hefðum sem eiga við um talað og ritað mál t.d. mismunandi málsnið.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skilja texta, svo sem blaðagreinar, bæklinga og fræðigreinar með það að markmiði að auka orðaforða sinn og afla upplýsinga.
undirbúa og flytja áhugaverðar kynningar um faggrein sína sem auka áhuga áheyrenda á efninu.
skrifa uppbyggilega gagnrýni um kynningar samnemenda sinna.
nýta sér uppbyggilega gagnrýni samnemenda til að verða betri fyrirlesari.
skrifa texta um margvísleg málefni tengd faggreininni.
hlusta á enska tungu og skilja inntak efnisins.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á sem metið er með prófum og verkefnavinnu.
skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni, fræðilegs eða tæknilegs eðlis sem metið er með prófum og verkefnavinnu.
átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar.
beita málinu án meiriháttar vandkvæða til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni.
flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum.
vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim hefðum sem gilda um heimildavinnu.
skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta sem tekur mið af því hver lesandinn er.
Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans svo sem skriflegum og munnlegum prófum og verkefnum. Áfanginn er byggður á símati.