Í áfanganum kynnast nemendur fornsagnaarfinum með lestri tveggja Íslendingasagna. Þeir lesa nútímaskáldsögu sem byggð er á sagnaarfinum. Þeir þjálfast í lestri fræðigreina um efnið og kynnast því hvernig unnið er með þennan arf í nútímanum.
ÍSLE2MO05 (ÍSL2B05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi íslenskra miðaldabókmennta í menningarsögulegu ljósi.
orðaforða sem nægir til að skilja íslenskar miðaldabókmenntir.
hvernig hægt er að vinna með menningararf þjóðarinnar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa langar Íslendingasögur og fjalla um inntak þeirra.
lesa nútíma skáldsögu tengda sagnaarfinum.
lesa fræðigreinar tengdar efni áfangans.
vinna með öðrum í hóp.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna skapandi verkefni sem metin eru með umræðum og jafningjamati.
lesa langar Íslendingasögur og nútíma skáldsögu og öðlast yfirsýn til að vinna að skriflegum og munnlegum verkefnum í tengslum við þær sem metin eru með prófum.
túlka undirmerkingu texta sem metin er með skriflegum verkefnum og umræðum.
Kaflapróf, ritgerð, tímaritgerð, hópverkefni, virkni í umræðum, jafningjamat, lokapróf.