Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431430815.87

  Púlsinn
  ÍSLE3BP05
  107
  íslenska
  Bókmenntaumræða
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn er mótaður í samráði við nemendur. Tekið er mið af bókmenntaumræðu og því sem er efst á baugi í menningarlífinu. Skapandi vinnu er gert hátt undir höfði og reynt að samþætta áfangann öðrum námsgreinum eftir atvikum. Rýnt í nýjar bækur, kvikmyndir, tónlist, myndlist og samfélagsmiðla. Farið á söfn, í leikhús og í vettvangsferðir.
  ÍSLE2MO05 (ÍSL2B05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • menningarumfjöllun og menningarframboði samtímans.
  • nýútkomnum verkum.
  • sögustöðum í Reykjavík og nágrenni.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa valin nýútkomin verk.
  • finna umfjöllun um menningu samtímans og kynna sér helstu strauma.
  • ræða og rita um samtímaverk og -menningu.
  • beita skapandi vinnubrögðum og nota ýmsa tjáningarmiðla.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • móta áfangann í samráði við kennara og aðra nemendur á lýðræðislegan hátt sem metið er með fullsaminni kennsluáætlun.
  • greina og túlka verk, taka sjálfstæða afstöðu til þeirra og miðla henni á fjölbreyttan hátt sem metið er með ýmsum verkefnum.
  • samþætta þekkingu margra fræðigreina við úrvinnslu verkefna.
  • skilja menningargildi sögustaða sem metið er með verkefnum.
  • geta tekið þátt í menningarumræðu samtímans sem metið er með umræðum og verkefnum.
  • taka gagnrýna afstöðu til samfélagsmiðla.
  Námsmat er mótað í samráði við nemendur. Stuðst er við jafningjamat, sjálfsmat, leiðsagnarmat og hefðbundna umsögn kennara.