Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu.
Markmið námsins er að stuðla að öflugri færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Lögð er á hersla á frumkvæði, ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt. Þeir fá þjálfun í frágangi langra ritgerða og skýrslna með flóknum skipunum. Farið í fjölva (e. Macros), notkun og uppsetningu flýtihnappa. Þeir setja upp dæmi í stærðfræðiritli (e. Equation Editor). Einnig er farið í uppsetningu og umbrot á blaða¬greinum o.fl. Í Excel er farið í upprifjun helstu atriða frá UPPT2UT05. Gerðar eru fjárhagsáætlanir, farið ítarlega í gerð myndrita og útlitsmótun skjala, stærðfræðiföll, fjármálaföll og fleiri flókin föll tekin fyrir. Farið er vel yfir mikilvægi frágangs og framsetningar á verkefnum. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis í öðrum námsgreinum.
Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum.
UPPT2UT05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
aðgerðum í helstu forritum til framsetningar og miðlunar á texta
helstu tegundum heimilda og einföldum vinnubrögðum við heimildaleit og heimildanotkun
textavinnslu
umhverfi og mögleikum töflureiknis og meðferð tölulegra gagna
vefsíðugerð og vefhönnun
höfundarétti og notkun heimilda
siðfræði og siðferði Netsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði)
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
mótun og framsetningu á texta á ýmsan máta og átti sig á læsileika hans
framsetningu heimilda og tilvísana í rituðum texta
meðferð tölulegra gagna og framsetningu á þeim
að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða og gera áætlanir fram í tímann
flóknari aðgerðum í helstu forritum skrifstofuhugbúnaðar, svo sem framsetningu, ritvinnslu og töflureikni
öruggum netsamskiptum
sjálfstæðum vinnubrögðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta metið, varðveitt, skapað og miðlað upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi)
vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðla að læsileika hans
setja upp langa heimildaritgerð ásamt yfirlitum af ýmsu tagi, s.s. efnisyfirliti, mynda- og töfluyfirliti
vinna með töluleg gögn, móta þau og setja fram á myndrænan hátt
nýta möguleika töflureiknis til útreikninga á flókinn máta
greina valkosti í fjármálum og gera áætlanir fram í tímann
stunda örugg netsamskipti og sýni þar gott siðferði
vinna sjálfstætt að verkefnum
Þekking: Verkefni sem unnin eru í kennslutímum og heima eru metin jafnt og þétt yfir önnina.
Leikni: Áfanginn er símatsáfangi. Nemendur taka fjögur próf yfir önnina. Námsmatið tekur mið af ástundun nemenda, verkefnavinnu og vinnubrögðum, rafrænum skilum á verkefnum og vegnu meðaltali einkunna úr prófum.
Hæfni: Nemendur geti nýtt þá þekkingu og leikni sem þeir hafa aflað sér og sýni sjálfstæði í vinnu¬brögðum. Þeir lesi fyrirmæli og fylgi þeim. Þeir skrifi og tjái sig með eigin texta í ritvinnslu og framsetningarforritum Þeir lesi tölulegar upplýsingar úr myndritum í í töflureikni. Lögð er rík áhersla á að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf.