Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: Tue, 12 May 2015 13:43:45 GMT

    Kynjafræði
    KYNJ2KJ05
    5
    kynjafræði
    Kyngervi, jafnrétti, klámvæðing
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Kyn er grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar margbreytileika mannlegs samfélags rétt eins og þjóðerni, kynhneigð, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir og því varða jafnréttismál alla. Markmið áfangans er að nemendur þjálfist í að skoða heiminn með kynjagleraugum og nái tökum á helstu hugtökum kynjafræðinnar. Meðal efnisþátta er staða kynjanna á Íslandi og erlendis, saga jafnréttisbaráttunnar, klám og klámvæðing, kynbundið ofbeldi, völd og stjórnmál, staðalmyndir og birtingamynd kynjanna í afþreyingarefni og fjölmiðlum. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál.
    FÉLV1ÞF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að jafnréttismál varða allt samfélagið
    • helstu grundvallarhugtökum kynjafræðinnar og geti útskýrt þau
    • á sögu jafnréttisbaráttunnar og stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi, fyrr og nú
    • á birtingarmyndum kynjaskekkju í nærsamfélagi og frá alþjóðlegu sjónarhorni
    • helstu aðferðum og viðfangsefnum kynjafræðinnar
    • mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
    • réttindum er varða jafnréttismál
    • staðalmyndum um kvenleika og karlmennsku
    • klámi og áhrifum þess á kynheilbrigði
    • kynbundnu ofbeldi og mörgum birtingarmyndum þess, svo sem mansali og kynferðislegu ofbeldi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • líta á samfélagið út frá sjónarhorni kyns og kynferðis með gagnrýnum augum
    • beita hugtökum kynjafræðinnar á ólíkar aðstæður
    • greina stöðu og staðalmyndir kynjanna í fjölmiðlaefni, námsefni og almennri umræðu
    • greina áhrif kynjakerfisins á fjölskylduna og heimilið, skólagöngu og vinnumarkaðinn
    • greina goðsagnir varðandi kynjamun og kynímyndir í samfélaginu
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • meta jafnrétti út frá menningarlegum gildum samfélagsins
    • rýna í menningu og átta sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar
    • taka þátt í umræðum um tiltekin efni og koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri
    • að hugsa með gagnrýnum hætti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • líta á veröldina út frá sjónarhorni kyns og kynferðis
    • setja sig í spor annarra og ígrunda viðhorf sín
    • geta tengt menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið líf
    • geta tekið þátt í rökræðum um stöðu kynjanna
    • skilja helstu orsakir kynjaskekkjunnar samkvæmt hugmyndum kynjafræðinnar
    • vera meðvitaður um áhrif jafnréttisbaráttunnar fyrr og nú
    • taka virkan þátt í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi með jafnrétti að leiðarljósi
    • geta metið eigið vinnuframlag og annarra
    • taka þátt í umræðum um tiltekin efni og koma þekkingu sinni, skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri í ræðu og riti
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.