Lýsing: Í áfanganum verður fjallað um helstu þætti íþróttasálarfræðinnar. Skoðuð verða ýmis áreiti sem áhrif hafa á afreksgetu íþróttamanna. Enn fremur fjallar áfanginn um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Skoðað verður hvernig vinna má með sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins í því skyni að bæta árangur. Fjallað verður um muninn á einstaklings- og hópíþróttum og farið í áhrif félagslegra þátta á íþróttamanninn.
IÞFR2ÞB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
markmiðssetningu í íþróttum
spennustjórnun í keppni
áhugahvöt
skynmyndun
sjálfstrausti
mikilvægi góðs liðsanda
mismunandi persónuleika íþróttafólks
slökun og hugrækt af ýmsu tagi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta sér íþróttasálfræði til að bæta árangur í keppni
leita heimilda og skrifa ritgerðir og gera verkefni tengt námsefninu
nota hugtök íþróttasálfræðinnar við verkefnagerð
vinna í hópi við gerð verkefna
meta eigin spennustig fyrir keppni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
undirbúa lið/einstaklinga andlega fyrir keppni
leiðbeina iðkendum um mikilvægi íþróttasálfræðinnar
skrifa ritgerðir tengdar námsefninu og finna traustar heimildir
búa til markmið og setja niður á blað fyrir einstaklinga og hópa í íþróttum
Í áfanganum er lokapróf. Nemendur skila ýmsum verkefnum varðandi alla námsþætti, ýmist einstaklingsverkefnum eða hópverkefnum. Á önninni eru tekin tvö skyndipróf og nemendur skrifa ritgerð.