Viðfangsefni: Kynnast starfsemi frumunnar og líffærakerfum mannslíkamans. Nemendur læra um flest bein líkamans, heiti þeirra á latínu, hvar vöðvafestur eru o.fl. Einnig læra þau um liðamót mannslíkamans, heiti þeirra og starfssemi. Einnig læra nemendur heiti margra vöðva, upptök þeirra, festu og starf.
IÞFR2ÞB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu mannsfrumunnar og starfsemi hennar
líffærakerfum mannslíkamans og starfsemi þeirra
flestum beinum mannslíkamans, uppbyggingu beina, flokkum beina og vöðvafestum
flokkum liðamóta, uppbyggingu og starfsemi þeirra
heiti margra vöðva á latínu, upptökum, festu og starfi þeirra. Flokkum beina og
uppbyggingu og geti tengt og nýtt sér þekkingu líffærafræðinnar í verklegri vinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að þekkja stafsemi frumunnar
að þekkja bein líkamans, heiti þeirra og staðsetningu
að þekkja liðgerðir og hreyfingar þeirra
að þekkja vöðva líkamans, upptök þeirra, festu og starf
að átta sig á hvaða vöðva, bein og liðamót er verið að nota við ákveðnar hreyfingar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta greint hreyfingu helstu vöðva líkamans út frá upptöku og festu
geta greint frá staðsetningu og heitum helstu beina líkamans
geta notað hreyfifræðilögmál til að skýra út ýmsar hreyfingar
geta greint vöðvavinnu í ákveðnum æfingum
Í áfanganum er skriflegt lokapróf
Nemendur skila ýmsum verkefnum á önninni
Margs konar hópverkefni í tímum.