Í áfanganum er fjallað um starfsemi hjarta- og blóðrásarkerfis, lungna og vöðvakerfis. Einnig er fjallað ítarlega um áhrif styrktarþjálfunar á líkamann, líffærafræði styrktarþjálfunar. Farið er í gerð þjálfunaráætlana til lengri og skemmri tíma. Áfanginn er að hluta til verklegur.
ÍÞFR3LF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfsemi hjarta og lungna
breytingum á hjarta- og æðakerfi við þjálfun
breytingum sem eiga sér stað í líkama við styrktarþjálfun.
mismunandi gerðum styrktarþjálfunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja styrktarþjálfun með/án tækja
þekkja mun á þjálfun loftháðs og loftfirrts þols
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
búa til æfingaáætlun miðað við líkamsástand og aldur einstaklinga
setja saman æfingaáætlanir sem byggja á mismunandi tækjum og tólum miðað við þann aðbúnað sem til er og líkamsástand einstaklinga
framkvæma hinar ýmsu mælingar á þoli, styrk og liðleika einstaklinga
mæla líkamsástand einstaklinga
• Í áfanganum er skriflegt lokapróf
• Nemendur skila ýmsum verkefnum á önninni
• Margs konar hópverkefni í tímum, verklegum og bóklegum