Í þessum áfanga er fjallað um helstu frumkvöðla félagsfræðinnar og helstu sjónarhorn og kenningar greinarinnar. Áhersla er lögð á að kynna frumkvöðlanna Durkheim, Marx, Weber og Mead og hvernig kenningar þeirra og hugtök mynda þau þrjú meginsjónarhorn félagsfræðinnar sem kennd eru við samstöðu og virkni, átök og samskipti. Hugtökin frávik, kynhlutverk, sjálfsmynd, táknbundin samskipti og lagskipting mynda uppistöðu í greiningu áfangans á ýmsum samfélagslegum málefnum og rannsóknum á sviði menntunar, fjölmiðla, afbrota eða heilsu. Þá er áhersla lögð á að nemendur öðlist dýpri skilning á félagsfræðilegum hugtökum s.s. viðmiðum, gildum, félagslegu taumhaldi, hlutverkum og stöðum sem kynnt eru í FÉL1A05 og setji þau í fræðilegra samhengi í tengslum við samfélagsleg málefni líðandi stundar.
FÉLA1AL05 (FÉL1A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum og kenningum élagsfræðinnar.
hvernig ólík sjónarhorn félagsfræðinnar varpa mismunandi ljósi á félagsleg fyrirbæri, s.s. menntun, fjölmiðla, afbrot og heilsu.
hvaða þýðingu sjónarhornin hafa fyrir samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun.
hinum ýmsu myndum sem félagsleg lagskipting tekur á sig í samfélaginu.
hvernig félagsfræðileg þekking getur leitt til aukinnar vitundar nemenda um stöðu sína og annarra í samfélaginu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum, kenningum og sjónarhornum á viðfangsefni áfangans og önnur samfélagsleg málefni.
afla sér upplýsinga um mismunandi lífskjör og heilsu fólks.
útskýra helstu áhrif sem samfélagslegar breytur hafa á líf fólks.
beita samanburði á ólík sjónarhorn félagsfræðinnar og rökstyðja ólíkar forsendur þeirra.
vega og meta upplýsingar með gagnrýnu hugarfari og að greina á milli rökræðu og áróðurs um samfélagsleg málefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í málefnalegum umræðum og leggja rökstutt mat á upplýsingar um samfélagstengd málefni líðandi stundar. Þetta er metið með leitarnámi, skriflegum verkefnum, hópvinnu og kynningu á niðurstöðum.
vega og meta áhrif félagslegra þátta, s.s. fjölmiðla, menntunar og heilsutengdra þátta, á eigin sjálfsmynd og lífskjör. Þetta er metið með hópvinnu, umræðum og jafningjamati.
efla með sér almenn jafnræðis- og mannréttindasjónarmið með því að taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi í kennslustund. Þetta er metið með umræðum, skriflegu verkefni og jafningjamati.
skipuleggja nám sitt og sýna frumkvæði og útsjónarsemi í verkefnum sínum með leitarnámi og sjálfstæðri upplýsingaöflun sem leggur grunn að ritgerðasmíð og áframhaldandi námi í félagsvísindum. Þetta er metið með hópvinnu, hlutaprófum og ritgerðarvinnu.