Í áfanganum er fjallað um samspil manns og náttúru á Jörðinni með áherslu á þróun í átt til sjálfbærni. Kynnt eru grunnhugtök sjálfbærni og tengsl hennar við hagfræði, gerð grein fyrir algengum sjálfbærnivísum, náttúrusiðfræði og þróun umhverfismála á heimsvísu. Meginefni áfangans fjallar síðan um samspil og jafnvægi umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélagsins. Gerð er grein fyrir fólksfjölgun, orsökum hennar og afleiðingum. Fjallað um helstu náttúruauðlindir með áherslu á Ísland, verndun þeirra og nýtingu. Nemendur læra um helstu viðfangsefni í umhverfismálum nútímans eins og mengun og veðurfarsbreytingar. Fjallað er um heilsusamlegt umhverfi, örugga förgun úrgangsefna og endurvinnslu. Lögð er sérstök áhersla á aðferðafræði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs varðandi viðfangsefni sem tengjast þróun í átt að sjálfbærni.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvað felst í sjálfbærni og sjálfbærri þróun.
hvaða gildismat liggur að baki sjálfbærni.
tengslum sjálfbærni og hagfræði.
þeim vandamálum sem felast í mikilli fólksfjölgun og jafnrétti innan og milli kynslóða.
helstu náttúruauðlindum á Íslandi og stjórnun þeirra.
helstu umhverfisvandamálum í heiminum, orsökum þeirra og afleiðingum.
mengun og úrgangi, úrgangsförgun og endurvinnslu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tengja saman sjálfbæra þróun og daglega breytni.
taka afstöðu til hluta í daglegu lífi sínu í samræmi við markmið um sjálfbærni.
rökstyðja afstöðu sína til helstu umhverfis-verkefna í samræmi við vísindalegar niðurstöður.
flokka úrgang og farga spilliefnum.
endurnýta og endurvinna úrgang.
skilja mikilvægi náttúrunnar og góðrar umgengni um hana með áherslu á Ísland.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka afstöðu til verkefna daglegs lífs í samræmi við sjálfbæra þróun samfélagsins sem metið er með verkefnum, kynningum og rökræðum.
skilja samhengið á milli félagslegra þátta, efnahagslífs og umhverfis í sjálfbærri þróun samfélagsins sem metið er með verkefnum, kynningum, rökræðum, dagbók og prófum.
átta sig á hvernig jafnrétti innan og milli kynslóða er forsenda sjálfbærni sem metið er með verkefnum og rökræðum.
draga út mengun og förgun úrgangs eins og hægt er sem metið er með verkefnum, dagbók og prófum.
skilja mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu sem metið er með verkefnum og kynningum.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat sem er líklegt til að fá nemendur til að tengja saman daglegt líf sitt og sjálfbæra þróun. Í þessu skyni er lögð áhersla á verkefnavinnu, dagbækur, rökræður og kynningar á viðfangsefnum áfangans en einnig leiðsagnarmat, jafningjamat og próf. Í námsmatinu er sérstaklega tekið mið af frumkvöðlahugsun og nýsköpun við lausn verkefna.