Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431446446.85

    Tölfræði og líkindareikningur
    STÆR3TL05
    82
    stærðfræði
    líkindareikningur, tölfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Byrjað er á því í upphafi annar að rifja upp efni áfangans STÆR 2TL05 um normaldreifingu og tengsl normalkúrfunnar við líkindi. Í framhaldi af því er meginmarkgildissetning tölfræðinnar tekin fyrir og henni beitt á nomaldreifðar stærðir úrtaka til að fá hugmynd um eiginleika þýðis. Til þess er meðal annars tekist á við líkindi-öryggisbil-prófanir (einhliða/tvíhliða). Einnig er rifjað upp efni um (Pearson-)fylgni milli tveggja breyta (x-y). Fylgnistuðull þessi er mælikvarði á aðhvarf punktasafns að beinni línu. Í efni undanfarans var ekki tekið fyrir hver sú lína var, í þessum áfanga verða teknar fyrir formúlur til að finna kennistærðir jöfnu línunnar. Svokölluð t-dreifing er tekin fyrir á sama hátt og normaldreifingin. Líkindi-öryggisbil-prófanir (einhliða/tvíhliða) notuð til að fá hugmyndir um eiginleika þýðis. Kí-kvaðrat-dreifing verður síðan lokaefnið sem tekið verður fyrir en hún er notuð til að meta hversu eðlilegar útkomur á tíðnidreifingu eru miðað við ákveðnar/gefnar forsendur. Þegar búið verður að fara í ofangreint efni verður tekist á við verkefni (skoðanakannanir) sem reyna á kunnáttu og þekkingu nemenda úr námsefni áfangans.
    STÆR2TL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • normaldreifingu og öðrum líkindadreifingum
    • grunnatriðum úrtaksfræði
    • hugtökunum öryggisbil, öryggismörk og skekkjumörk
    • fylgnireikningi og fylgnistuðlum
    • hugtökum línulegrar aðhvarfsgreiningar
    • forritum til gagnavinnslu
    • tilgátuprófunum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nemandi geti af öryggi:
    • nýtt einfalda líkindadreifingu sem líkan við útreikning líkinda
    • notað úrtaksdreifingu við framsetningu tölfræðilegra ályktana
    • beitt á réttan hátt hugtökunum öryggisbil, öryggismörk, skekkjumörk, öryggistig o.s.frv.
    • reiknað fylgni milli tveggja breyta og túlkað fylgnistuðla
    • nýtt sér tölfræðileg forrit við gagnavinnslu, prófanir og ályktanir
    • fundið bestu línu gegnum gagnapunkta í sléttum fleti
    • sett fram tilgátu og gert á henni viðeigandi tölfræðilegt próf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilið merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og unnið með þau
    • sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
    • greint og hagnýtt upplýsingar á þriðja stærðfræðiþrepi, í töluðu eða rituðu máli, myndrænt eða í töflum
    • vitað hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, hvaða svara megi vænta og geta spurt slíkra spurninga
    • hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu til ákvarðanatöku í sértækum verkefnum
    vinnusemi nemenda, skilaverkefnum sem unnin eru í forritum til gagnavinnslu, mati á hópverkefnum (hópverkefni A og hópverkefni B sem er stórt lokaverkefni) og lokaprófi.