Akademískur orðaforði á ensku og klassískar bókmenntir
Samþykkt af skóla
3
5
Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi C1 í Evrópska tungumálarammanum. Meginmarkmið er að byggja upp akademiskan orðaforða, lestur bókmenntaverka, bókmenntaritgerðir
ENSK3FA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
aðferðum við að skipuleggja ritun bókmenntaritgerða á ensku og heimildavinnu þeim tengdum
túlkun bókmenntatexta í menningarlegu og sögulegu samhengi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
rita gagnorðan texta um bókmenntaverk og önnur akademisk viðfangsefni
tjá sig um ýmis málefni tengd bókmenntum, menningu og menningarmun
skilja og skilgreina sérhæfða fræðitexta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrifa ritgerðir um fræðileg efni og beita þeim rithefðum sem tilheyra
geta fjallað um ritverk á gagnrýninn hátt og áttað sig á víðtæku samhengi þeirra
geta nýtt sér nýjan orðaforða tengdan námsefninu
Námsmat er skilgreint í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá