Farið er yfir frumatriði módelteikningar, hlutfallaskiptingu mannslíkamans og aðferðir til að teikna mannslíkamann eftir lifandi fyrirmynd. Unnið er með mismunandi teikniaðferðir og mismundandi teikniáhöld; blýanta, kol, krítar og blek.
Undanfari: SJÓN1EU05, SJÓN1LS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hlutfallaskiptingu mannslíkamans
mælingaaðferðum og lögmálum styttinga er mannslíkaminn er teiknaður
notkun hjálparlína sem og lóðlínu við módelteikningu
hugtökunum þyngdarpunkti, lóðlínu, þunga, jafnvægi, spennu, slökun, kyrrstöðu og hreyfingu í samhengi við mannslíkamann og tjáningu hans
gildi mismunandi línubeitingar og skyggingaraðferða til að tjá ofangreint
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skoða, greina og meta fyrirmyndir sínar á kerfisbundinn og rökrænan hátt
teikna mismunandi líkamsstöður í réttum hlutföllum
beita mælingaaðferðum, hjálparlínum og samanburði til að meta stærðarhlutföll og afstöður mismunandi líkamshluta og raða þeim saman í heildarmynd
staðsetja myndefnið á myndflötinn
greina aðalatriði viðfangsefnisins
teikna mannslíkamann hratt eftir lifandi módeli með því að beita innsæi sínu og treysta þeirri þekkingu sem hann/hún býr yfir án þess að nota mælingar og aðrar seinvirkar vinnuaðferðir
nota mismunandi línu og skyggingaraðferðir til að ná fram áhrifum þyngdar, léttleika, spennu, slökunar, hraða og kyrrstöðu
vinna með ljósmyndir af eigin teikningum á stafrænu formi
tjá sig um og ræða eigin vinnu og annarra, bæði rökrænt og af tilfinningalegu innsæi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sjá og skynja manneskjur og umhverfi sitt af meira næmi og skilningi
vera færari um að beita teikningu
geta lagt mannslíkamann til grundvallar eigin listsköpun
geta tjáð hugmyndir sínar og tilfinningar með teikningu mannslíkamans
geta rætt bæði röklega og af innsæi um eigin teikningar og annarra
geta fært teikningar á stafrænt form og unnið þær áfram á rafrænu formi
Megin námsmatið liggur í vandlegri yfirferð yfir alla vinnu nemandans, frá fyrstu teikningu til hinnar síðustu í lok áfangans. Metin eru skilningur og þekking, teiknifærni sem og framfarir. Einnig er litið til frumkvæðis og persónulegra taka nemandans á viðfangsefnunum.
Nokkrum sinnum á önn er tekið stöðumat í námshópnum, kennari og nemendahópurinn skoða og ræða teikningar hvers og eins nemanda eins og þær eru á þeim tímapunkti. Leitast er við að allir nemendur tjái sig bæði um eigin verk og annarra, lögð áhersla á uppbyggilega gagnrýni og leiðsagnarmat fyrir hvern og einn. Leitað er lausna á sameiginlegum vandamálum og vandamálum einstakra nemenda.