Rannsóknir, rannsóknaaðferðir og aðferðafræði eru meginviðfangsefni þessa áfanga. Farið er yfir undirstöðuatriði og hugtök í tölfræði, líkindareikningi og aðferðafræði. Meginmarkmið áfangans eru að auka áhuga, þekkingu og skilning nemandans og þjálfa hann í rannsóknaaðferðum félagsfræðinnar í tengslum við helstu kenningar hennar. Þannig verði hann fær um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindafólks og beita aðferðum þess í nokkrum mæli. Nemendur framkvæma tvær rannsóknir, fyrst einfalda rannsókn án mikillar leiðbeiningar í upphafi og síðan rannsókn sem er paraverkefni en hún byggir á þeim fræðilega grunni sem lagður hefur verið.
FÉLA2FR05 (FÉL2A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ólíkum sjónarhornum og aðferðafræði greinar.
því samhengi sem kenningar og lykilhugmyndir greinarinnar spretta úr.
vísindalegu og samfélagslegu gildi greinarinnar og stöðu hennar í alþjóðlegu samhengi.
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til frekara náms í greininni.
nauðsyn faglegrar og fræðilegrar umræðu í námi og starfi.
hugmyndum sem mótað hafa viðhorf fólks til jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita gagnrýnni hugsun og forðast algengar rökvillur.
velja á milli kenninga og aðferða í lausn verkefna.
greina fjölbreytt orsakasamhengi.
beita öguðum, faglegum og siðferðilega réttmætum vinnubrögðum.
skipuleggja tíma sinn á raunhæfan hátt.
greina siðferðileg álitamál.
vinna sjálfstæða og skapandi rannsóknarvinnu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra sem metið er með verkefnum og prófum.
setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum sem metið er með verkefnum og rannsóknarskýrslum.
lesa heimildir og rannsóknargögn á gagnrýninn hátt sem metið er með verkefnum og prófum
beita skapandi og lausnarmiðaðri hugsun við nám og störf sem metið er með verkefnum og rannsóknarskýrslum.
nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt sem metið er með verkefnum og rannsóknarskýrslum.
beita því verklagi sem hæfir rannsókn eða lausn verkefna og álitaefna hverju sinni sem metið er með verkefnum og rannsóknarskýrslum.
setja fram rökstuddar tilgátur um viðfangsefni greinar sem metið er með verkefnum og rannsóknarskýrslum.
móta og skilgreina fagleg viðhorf sín til viðfangsefna viðkomandi greinar sem metið er með verkefnum og rannsóknarskýrslum.
meta eigin menntun í samhengi íslensks og alþjóðlegs fræðasamfélags.
hefja háskólanám í félags-, mann- eða hugvísindum.
Námsmat er fjölbreytt og byggir á virkni, frumkvæði og samvinnu. Meðal þess sem metið er eru sjálfstæð rannsóknarvinna, verkefni, próf, ritgerðir og kynningar nemenda. Notast er við jafningja- og sjálfsmat þegar við á.