Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431529642.63

  Þrívíð formfræði
  MYNL2ÞV05(FB)
  19
  myndlist
  Þrívíð formfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  FB
  Í áfanganum vinna nemendur með myndbyggingu frá tvívíðri formfæði yfir í þrívíða myndgerð. Fókusinn er á skúlptúr, hönnun og byggingarlist. Kannaðir verða fjölbreyttir vinklar þrívíddarinnar út frá mismunandi miðlum sem og raunverulegum rýmum allt í kringum okkar. Í verkefnunum er unnið bæði með lífræn og geometrísk form. Áhersla er á hugtök sem tengjast listum; innra og ytra rými, jafnvægi og ójafnvægi, spennu, óreiðu og kyrrð. Skoðað verður hvernig form, litir, áferðir, hljóð og taktur hefur áhrif á skynjun. Nemendur kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum og verkfærum auk þess sem þeir kynnast eðli ýmissa efna, móta og meðhöndla pappír, vír, þræði, gifs og leir. Þá fá nemendur innsýn inn í heim lykilmyndhöggvara og -arkitekta sögunnar með fyrirlestrum auk umfjöllunar um samtímalist. Lagt er upp úr að öll hugmyndavinna og teikningar komi fram í skissubók sem er notuð jafnt og þétt yfir önnina bæði fyrir heimanám og tímavinnu. Nemendur taka ljósmyndir af verkum sínum og verkefnaskil eru á stafrænu formi. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í skapandi hugsun og vinnubrögðum og taka þátt í gagnrýninni umræðu í áfanganum.
  Undanfari: SJÓN1EU05, SJÓN1LS05, MYNL1HU05, MYNL2MT05, LJÓS1SL05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • aðferðum og hugtökum tengdum þrívíðri formfræði, það er skúlptúr, byggingarlist, gjörningum og innsetningum sem mótað hafa umhverfi okkar bæti við sig orðaforða til að tjá sig um þrívíð verk
  • gildi rýmisverka og geti með samanburði og dæmi rökstutt gildi þeirra
  • vinnuumhverfi, vinnutækjum og áhöldum fagsins og meðferð þeirra
  • möguleikum mismundandi efna, eðli þeirra, möguleikum og takmörkunum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • ná tökum á tækni og verklagi, skapandi aðferðum og túlkun á þrívíðu rými, það er skúlptúr, byggingarlist, gjörningum og innsetningu
  • vera fær um að skipuleggja verkferli á sjálfstæðan hátt
  • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkefnavinnu
  • tjá sig á skýran, gagnrýninn hátt um eigið verkferli og listræna niðurstöðu
  • taka þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
  • beita öryggi við mismunandi aðferðir í sínu vinnuferli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta nýtt sér almenna þekkingu, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér
  • yfirfæra tvívíðan flöt yfir í þrívíðan með einföldum vinnuaðferðum
  • geta beitt innsæi og tilfinningu við útfærslu/túlkun hugmynda/verkefna
  • skynja form og vinna hlutföll í þrívíðu rými
  • geta tekið þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra og ígrundað og rökstutt mál sitt
  • beita fjölbreyttum aðferðum við hugmyndvinnu og þróa hana að endanlegri niðurstöðu
  • geta tekið það skref að sýna og kynna verk sín fyrir samnemendum sínum
  • geta tekið þátt í gagnrýninni umræðu um verk sín og annarra
  Námsmat fer fram með leiðsagnarmati. Heildareinkunn verkefna gildir til lokaeinkunnar. Verkefni annarinnar eru metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla er lögð á uppbyggilegar umsagnir verkefna sem gagnast nemendum til áframhaldandi þróunar á verkum sínum. Við einkunnagjöf er unnið út frá eftirfarandi þáttum: ● Þekking er metin út frá samræðu og kynningum nemenda á samtíma- listamönnum ● Leikni, svo sem tækni, verklag, hugmyndaferli og skapandi nálgun, er metin við verkefnaúrvinnslu. ● Hæfnin er einnig metin út frá verkefnavinnu nemenda. Þar er lögð áhersla á skapandi vinnubrögð, hugmynda- og vinnuferli auk gagnrýninnar hugsunar við úrvinnslu verkefna. Einnig er lögð áhersla á hæfni nemandans til samræðu um sín verk og annarra.