Þetta er framhaldsáfangi í myndlist sem byggist á því að dýpka þekkingu nemenda á beitingu fjarvíddarteikningar. Fjarvíddarteikning er aðferð sem notuð er þegar þrívítt umhverfi er teiknað á tvívíðan flöt. Nemendur efla þekkingu sína á samsíðafjarvídd og fjarvídd út frá hvarfpunktum með höfuðáherslu á eins, tveggja og þriggja punkta fjarvídd þannig að þeir hafi vald á rýmisteikningu og getu til að teikna þrívíða hluti.
bjögun í fjarvíddarmyndum ef sjónarhornið er of vítt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna flókin form út frá samsíðafjarvídd
teikna umhverfi út frá eins punkts punkta fjarvídd
teikna umhverfi út frá tveggja punkta fjarvídd
teikna umhverfi út frá þriggja punkta fjarvídd
teikna fjarvíddarmyndir fríhendis
teikna skugga og skuggavarp í fjarvíddarteikningu
nýta sér fjarvíddarteikningu við túlkun flókinna rýmishugmynda
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja verk sín í menningarsögulegt samhengi
sýna fram á að hann sé fær um að þróa hugmyndir sínar innan marka fjarvíddar á meðvitaðan og gagnrýninn hátt
ræða opinskátt og gagnrýna myndir samnemenda sinna, eigin myndir og annarra
hafa gott vald á myndbyggingu í myndum sem eru unnar í raunsærri fjarvídd
ákveða þær fjarvíddar aðferðir sem best henta viðfangsefninu
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni unnin jafnt og þétt yfir önnina. Vinnubrögð, virkni og listrænt gildi eru lögð til grundvallar námsmati. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg próf.
Þekking er metin út frá kunnáttu í fjarvíddar aðferðum myndlistar.
Leikni er metin út frá verklagi og færni í útfærslu verkefna.
Hæfni er metin út frá sjálfstæði og sköpun í þróun hugmynda.