Öguð og sjálfstæð vinnubrögð í hugmyndavinnu, s.s. hönnun á auglýsingum, plötuhulstrum, boðsmiðum, merkjum, veggspjöldum, bæklingum og bókaumbroti. Áhersla er lögð á skissuvinnu í hugmyndavinnu og að hugmyndum sé fylgt eftir og þær þróaðar. Farið er í val á letri út frá innihaldi og uppbyggingu. Aðferðir til að greina þarfir viðskiptavinarins eru kynntar. Umræða innan hópsins er mikilvægur þáttur í náminu innan áfangans sem að öðru leyti byggist að mestu á verkefnavinnu. Grunnþekking á ljósmyndaforriti (Adobe Photoshop), teikniforriti (Adobe Illustrator) og uppsetningarforriti (InDesign) þarf að vera til staðar. Þjálfuð er færni í að nota forritin til að efla með sér skilning og þekkingu á framsetningaraðferðum í tölvu. Einnig er farið í það hvernig ganga á frá verkefnum í Acrobat Distiller (PDF) og í Adobe Creative Suite.
Fjallað er um sögu hönnunar frá 19. öld og til dagsins í dag og hún skoðuð í ljósi tíðaranda og hugmyndasögu.
Kennslan byggist á verkefnavinnu í kjölfar innleggs kennara þar sem megináherslur eru settar fram.
að verða hæfari í að fylgja hugmynd eftir til verks
að stunda sjálfstæð vinnubrögð
að verða hæfari í að tjá sig um eigin verk og annarra
að verða hæfari í notkun forrita sem tengjast grafískri hönnun
að nýta sér og skilja grunnreglur grafískrar hönnunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skissa hugmyndir sínar
koma hugmyndum sínum á framfæri á persónulegan hátt
nýta sér þekkingu sína á helstu framsetningartölvuforritum
tjá sig munnlega um eigin verk og samnemenda og um samtímahönnun
nýta sér og skilja grunnreglur grafískrar hönnunar
sýna þróun í verkum sínum frá skissu til lokaverka
sýna fram á skapandi vinnuferli
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér þau fræðilegu hugtök sem hann hefur lært til að fjalla um hönnun
nota vinnubrögð í grafískri hönnun sem byggja á rannsókn, vinnuferli og rökréttri niðurstöðu
sýna verk sín og vinnuferli á skipulegan og rökréttan hátt
hafa þekkingu og skilning á aðferðum sem helstu framsetningartölvuforrit bjóða
tileinka sér þekkingu á sambandi hönnunar og framsetningarforrita
leggja sjálfstætt mat á framsetningaraðferðir og geta miðlað hugmyndum sínum og kunnáttu við hugmyndahönnun með framsetningarforriti
þróa með sér sjálfstætt verklag með framsetningarforrit sem verkfæri
hafa víðsýni og frumleika að leiðarljósi
Áfanginn er próflaus. Einkunn verður gefin fyrir skissur, hugmyndavinnu, úrvinnslu hugmynda, uppsetningu og frágang. Kennari leggur mat á sjálfstæði í vinnubrögðum, vinnusemi og heimavinnu. Einnig er tekið tillit til umræðu um eigin verk og annarra og mætingar.