Hefðbundið málverk; málað er eftir uppstillingu, lag yfir lag, gegnsæi lita skoðað. Sérstakar tækniæfingar þar sem gerðar eru tilraunir með pensiláferð, beitingu pensla og mismunandi vinnuaðferðum. Unnið er með óhefðbundin efni og málað á það. Mörk milli skúlptúrs og málverks könnuð. Ferlinu frá skissu að málverki gerð skil og unnið er í málverki þar sem hver nemandi finnur sína leið í samráði við kennarann. Áfanginn endar á málverkasýningu.
hefðbundnum aðferðum málaralistarinnar eins og lag yfir lag aðferðinni
mismunandi beitingu pensils og mismunandi penslum og virkni þeirra
mismunandi tóni, blæ og ljósmagni litar
grunnatriðum myndbyggingar, að litur, línur og form hafa áhrif á myndbyggingu
að málverk er ekki „bara málverk“ heldur er hugtakið teygjanlegt
hugmyndaferlinu frá skissu að málverki og mismunandi aðferðum við að flytja skissu yfir í málverk
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
blanda liti og koma þeim í rétt samhengi í verki
tjá hugmyndir sínar á sjálfstæðan hátt með fjölbreytni í notkun lita og aðferða
mála eftir fyrirmynd
beita penslum með mismunandi hætti og nota óhefðbundin efni til að mála með eins og til dæmis svampa, trjágreinar og skvetta lit
finna óhefðbundin efni til að mála á
útfæra skissu í málverki
skoða starfandi málara á veraldarvefnum og fara á yfirstandandi sýningar
setja upp samsýningu á málverkum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna sjálfstætt að eigin hugmyndum í málverki
velja á gagnrýninn hátt úr myndum sínum það sem er frambærilegt
ræða opinskátt um þær hugmyndir sem hann er að reyna að túlka í verkum sínum
geta horft á málverk með gagnrýnum augum og metið það með tilliti til myndbyggingar, litavals og hugmyndafræði
velja úr mörgum verkum besta verkið fyrir sýningu og hengja það upp þannig að það njóti sín í samhengi við önnur verk
Áfanginn er símatsáfangi. Ástundun í tímum, virkni, frágangur, verklag, sjálfstæði í vinnubrögðum, listrænn þroski og hugmyndaauðgi. Nemandi þarf að skila öllum verkefnum sem lögð eru fyrir til þess að standast áfangann.