Viðfangsefni áfangans eru mengi, rauntalnakerfið, rétthyrnt hnitakerfi, jafna línu, jafna fleygboga, lausnir annars stigs jafna og lausnir ójafna. Í áfanganum er lagður grunnur að skipulögðum vinnubrögðum, röksemdafærslu og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
Að nemandi hafi lokið stærðfræði á 1. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu mengjahugtökum s.s. mengi, staki, hlutmengi, sammengi og sniðmengi sem og mengjum náttúrulegra talna, heilla talna, ræðra talna og rauntalna
Skráningu stakra talna og bila á talnalínu
Tölugildum og helstu eiginleikum þeirr
Rótareikningi og veldareikningi með heilum og ræðum veldisvísum
Fyrsta og annars stigs ójöfnum og lausnum þeirra
Rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti og helstu hugtökum því tengdu
Jöfnu beinnar línu og tengingu hennar við hnitakerfi
Jöfnu fleygboga og lausnum annars stigs jafna
Margliðum, stigi þeirra og helstu reikniaðgerðum
Skráningu formerkja margliða og ræðra falla á talnalínu
Undirstöðuhugtökum evklíðskrar rúmfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Vinna á nákvæman og skipulagðan hátt með tölur og táknmál stærðfræðinnar
Skrá talnamengi s.s. lausnmengi jafna og ójafna og tákna þau á talnalínu
Nota tölugildi til að finna fjarlægð milli puntka á talnalínu og leysa einfaldar jöfnur og ójöfnur með tölugildum
Beita velda- og rótaregum til þess að einfalda veldastæður og rætur
Leysa fyrsta stigs ójöfnur
Vinna í rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti, s.s að reikna út fjarlægð milli punkta og fundið hnit miðpunkts striks
Finna jöfnu beinnar línu og vinna bæði skriflega og myndrænt með eiginleika hennar, s.s. hallatölu og skurðpunkta við ása hnitakerfis
Leysa annars stigs jöfnur og ójöfnur
Teikna fleygboga og vinna bæði skriflega og myndrænt með eiginleika hans s.s. topppunkt, samhverfuás og skurðpunkta við ása hnitakerfis
Beita grunnreikniaðgerðum á margliður og að finna núllstöðvar og formerki margliða með heiltölustuðlum
Beita undirstöðuatriðum evklíðskrar rúmfræði til að leysa margs konar verkefni
Sanna einfaldar rúmfræðireglur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstutt aðferðir sínar
Skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
Beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og það útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Leitast er við að nemendur komi sjálfir að matinu, s.s. með sjálfsmati og jafningjamati og að kennarar noti að stórum hluta leiðsagnarmat. Nánari útfærsla námsmats kemur fram í kennsluáætlun.