Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431788345.61

    Smáspennuvirki
    VSME2GR05
    2
    Smáspennuvirki
    Grunndeild Rafiðna
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á meðalstór boðskiptakerfi (loftnets-, síma- og tölvulagnakerfi). Einnig fjallar hann um uppbyggingu, uppsetningu og viðhald einfaldra viðvörunarkerfa, svo sem brunaviðvörunarkerfa og þjófavarnarkerfa fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Einnig er farið yfir reglur og reglugerðir sem um þessa hluti gilda. Farið er í uppbyggingu og eiginleika helstu dreifikerfa, s.s. dreifingu sjónvarps á VHF- og UHF-rásum, örbylgju, ljósleiðara, og gegnum gervihnetti Farið verður í tæknikröfur sem gerðar eru til viðtöku og uppsetningar á framgreindum kerfum. Nýjungar í dreifingu í gegnum þá miðla sem eru í boði og farið yfir tækni við dreifingu og miðlun efnis til heimila og stofnana. Eiginleikar ljósleiðarans eru kynntir fyrir nemendum og farið verður í þær kröfur sem gerðar eru til ljósleiðaralagna. Fjallað er um reglur um neyðarlýsingar, uppsetningar og gerðir. Fjallað er um íhluti, eiginleika, hlutverk og notkunarsvið.
    Grunndeild rafiðna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu íhlutum í loftnetskerfa og eiginleika þeirra.
    • Mismunandi aðferðium við teikningu og útfærslur, ásamt útreikningum á minni loftnetskerfum
    • Uppsetningu boðskiptalagna og ljósleiðaralagna.
    • Hvaða reglur gilda um sjálvirk brunaviðvörunarkerfi.
    • Reglum og aðferðir sem gilda um uppsetningu eftirlits og viðvörunarkerfa
    • Helstu reglum og stöðlum um neyðarlýsingar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Teikna og hanna loftnetskerfi mæla minni fjarskiptakerfi.
    • Teikna og velja búnað í brunaviðvörunarkerfin.
    • Lesa úr uppdráttum af brunaviðvörunarkerfunum Lesa úr mælingum bæði gæði og bilanir.
    • Velja búnað og strengi í eftilits og viðvörunarkerfin.
    • Velja neyðarlýsingarbúnað eftir reglum sem um hann gilda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Hanna og velja búnað í minni loftnetskerfi.
    • Lesa teikningar og verklýsingar fyrir loftnetskerfi.
    • Velja efni og strengi í boðskiptalagnir (ljósleiðara og cat5).
    • Velja búnað í brunaviðvörunarkerfi
    • Hanna minni brunaviðvörunarkerfi, gert úttektarskýrslur og beita reglum um sjálfvirk brunakerfi.
    • Beita reglum og stöðlum um neyðarlýsingar.
    • Færa inn breytingar á uppdrætti,sem gerðar eru á kerfunum.
    Brunaviðvörunarkerfi 30% Loftnetskerfi 30% fjarskiptalagnakerfi 30% innbrotaviðvörunarkerfi 10%