Áfanginn veitir nemendum innsýni í heimspeki og iðkun hennar, þjálfa þá í lestri heimspekitexta og þátttöku í heimspekilegri samræðu. Farið yfir fjölbreytileg viðfangsefni heimspekinnar, tæpt er á heimspekisögunni. Lagst verður í frjóar og skemmtilegar pælingar um málefni líðandi stundar. Hvað er platónsk ást? Hvað eru rök? Hvað er gott líf? Er hægt að svíkja en samt vera trúr?
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
rökum, hvernig þau eru skilgreind og hvernig þau eru metin
mikilvægum heimspekilegum hugtökum og hugmyndum úr heimspekisögunni
sögu vestrænnar heimspeki
helstu heimspekingum sögunnar og stefnum þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina rökstuðning og forsendur hugmynda
setja fram spurningar og taka þátt í heimspekilegri umræðu
beita heimspekinni á ólík vandamál
taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með virkri hlustun og rökstuddri afstöðu
taka þátt í heimspekilegri rökræðu, bæði með því að beita gagnrýninni hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúinn til að taka gagnrýni á uppbyggilegan máta.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita hugtökum og aðferðum heimspekinnar á eigin veruleika.
nota aðferðafræði heimspekinnar við úrlausn mála
beita heimspekilegum hugtökum á daglega reynslu
taka þátt í gagnrýninni samræðu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.